Iðunn - 01.01.1889, Síða 142
300
G. de Varigny:
verið löngu kominn undir manna hendur, ef hann
hefði eigi verið svo frábærlega bíræfinn og óskamm-
feilinn og haft með sjer nóga sína líka.
Blaðið kom út um nónbil. Stundu fyrrir mið-
aptan skaut Casey ritstjórann til bana með marg-
hleypu á horninu A Washingtonstreet og Mont-
gomerystreet.
J>A kastaði tólfunum. J>etta gekk fram af öll-
um. J>etta svlvirðilega morð um hábjartan dag,
á almannafæri, þar sem einna mest var mannferð
í borginni, og það á manni, er hafði á sjer al-
menna virðingu, en flestir höfðu dázt að hugprýði
hans, og margir talið hann formælanda laga og rjett-
inda og forvígismann fyrir almenningsheill bæjar-
manna. Mundi Casey hafa verið lagður að velli
að vörmu spori, ef hann hefði tekið það fangaráð,
að láta sína fylgismenn leggja hendur á sig og
færa sig í varðhald bæjarins. Fangavörðurinn var
góður kunningi hans, en dómararnir allir honum
háðir og hans fylgifiskum. Hann vissi, að í varð-
haldinu var hann svo sem eins og heima hjá sjer,
en þeir, sem áttu að gæta hans þar, allir dyggir
þjónar hans eða fylgifiskar. Var honum því hvergi
betur borgið, þar til er mál hans væri útkljáð og
sýknudómur upp kveðinn.
Borgarlýðurinn taldi engan vafa á því, að svo
mundi fara. En hjer var þó svo að sjá, sem eitt-
hvert rjettlæti væri til. Almenningur stóðst eigi
lengur mátið. Ailt kvöldið var Montgomery-Street
fullt af fólki, er beið þess, að sjer væri gefið eitt-
hvert merki til að hefjast handa. Og það kom.
Kl. 9 um kvöldið spurðist, að stefnt væri til fund-