Iðunn - 01.01.1889, Síða 145
303
San Francisco eptir 1850.
aðra manna; en á undan vagninum gengu þeir
Casey og Cora. þeir voru síðan hengdir á dyra-
trjen í sáluhliðinu svo sem í gálga'stað, sinn til
hvorrar handar, og gekk öll líkfylgdin þar inn á
milli þeirra örendra.
fessu næst var tekið til að höndla aðra stór-
glæpamenn bæjarins, og náðust þeir flestir. Nefnd-
in hafði af tekið allar samgöngur við slcipin á
höfninni, og skipað mönnum á vörð fyrir öllum
gatnamótum. Einn alræmdur illvirki, er bæjar-
mönnum hafði lengi staðið ótti af, og Sullivan hjet,
og var bæði þjófur og morðingi, rjeð sjer sjálfur
bana, til þess að komast eigi undir manna hend-
ur. Aðrir voru teknir af lífi. þeir, er minna höfðu
til saka unnið, voru færðir út á skip og gerðir
landrækir. Yelferðarnefndin rjeð öllu í borginni,
og skipunum hennar var vandlega hlýtt.
En yfirvöldin vildu eigi láta þoka sjer úr
sessi viðnámslaust. Landstjórinn skipaði Sher-
man majór, er síðar varð hershöfðingi og frægur
mjög af framgöngu sinni í þrælastríðinu, að talca
við forustu yfir landvarnarliðinu, og taka höndum
forkólfa velferðarnefudarinnar. Sherman var þess
allfús, en liðið vildi eigi hlýða lionum til þess.
Wool hershöfðingi átti að láta Bandaríkjaliðið
skerast í leikinn, en annaðhvort gat hann það
ekki eða þorði ekki.
Yelferðarnefndin hjelt áfram starfi sínu í fulla
þrjá mánuði, með fylgi sinna liðsmanna og al-
menningsálitsins, hvað sem hin yfirvöldin sögðu.
Síðasta afrek hennar var aftaka þeirra Hattering-
tons og Braie; þeir voru hengdir 29. júlí. Var þá