Iðunn - 01.01.1889, Side 148
306
Gr. Pfeufl'er:
frásögur um ógryuni gulls og gersima, er einstakir
menn hafa dregið saman, og er harla fróðlegt að
renna augum yfir og rekja fyrir sjer, hvað hátt auð-
safn einstakra manna hefir komizt á ýmsum öld-
um.
Hin miklu ógrynni gulls og gersima, er aust-
rænir þjóðhöfðingjar höfðu safnað öldum saman,
lentu í höndum rómverskra hershöfðingja og em-
bættismanna á þjóðstjórnarárunum síðustu og á
keisaraöldinni, enda var fjegræðgi þeirra lengi við
brugðið. það voru feiknin öll, sem þeir rændu og
eyddu síðan í stjórnlausu óhófi og munaði. Vjer
þurfum ekki að nefna nema fáein dæmi. Meðan
Gabinius var skattlandsstjóri á Sýrlandi, hafði hann
þar út meira en 100 miljónir dollara, en það er
meira en 74 milj. króna. Júlíus Cæsar tók fram
undir 6000 talenta frá Ptolemæus Auletes Egipta-
konungi; það er hjer um bil 25^ milj. kr. Crassus
rændi 10,000 talentum í peningum og dýrgripum
frá musterinu í Jerúsalem; það er meira en 42
milj. kr. Gallía, sem nú heiti Frakklandi, var og
auðug af gulli á dögum Eómverja; hjer um bil
árið 106 f. Kr. rændi Qu. Servilius Caepio hofið í
Tolosa (Toulouse), og tók þar 15,000 talenta eða
63\ milj. kr.
Hinn mesti auður í eins manns eigu, sem get-
ið er um á dögum Rómverja hinna fornu, nam
78 milj. kr. f>að átti Gn. Lentulus hofgoði, og
sömuleiðis Narcissus, leysingi Nerós keisara; hann
var vildarmaður keisarans, og hagnýtti sjer ræki-
lega þá stöðu til fjedráttar.
Einhver hinn mesti auðmaður á síðari öldum