Iðunn - 01.01.1889, Síða 151
Um auðæfi.
809
Allir handiðnamenn, er gerðu eitthvað fyrir aðals-
menn, allir kaupmenn, sem ljetu þá fá vörur, guldu
þess snran, ef þeir veittu þeim nokkra umlíðun.
Með því móti er hœgt að skilja í því, að ungfrú
Bertin, er átti einhverja hina stórkostlegustu og
glæsilegustu kvennbúninga- og kvennstáss-verzlun
í þá daga, skuldaði meira en 2 miljónir franka,
er hún varð gjaldþrota , og átti þó miklu
meira útistandandi hjá ýmsum hertogafrúm, mark-
greifafrúm og öðrum tiguum konum ; en ekki gat
hún náð því, hvernig sem hún reyndi og hvaða
tökum sem hún beitti. Höfðingjarnir lifðu skuld-
um vafðir upp fyrir höfuð, og dóu í óbotnandi
skuldasúpu. þetta var orðið að svo ríkum vana,
að það þótti svo sem sjálfsagt, og því var jafnvel
tekið til þess, að Loðvík konungsefni, sonur Loð-
víks XY., skuldaði ekki nema 50—60,000 kr., er
hann dó (1765), þótt hann hefðí eigi haft nema
4000 kr. að lifa á um mánuðinn. Arið 1783 var
greifinn af Artois, er síðar varð konungur og nefnd-
ist Karl X. (1824—1830), lögsóttur uin hjerumbil
10 milj. kr. skuld, er hann hafði skuldað í 6 ár.
Sama ár tók bróðir hans, greifinn af Provence, er kon-
ungur varð síðar og nefndist Loðvík XVIII. (1815
—1824), 8 miljón króna lán, til þess að losa sig
úr nokkru af skuldum sínum. Til þess að útvega
prinzinum af Condé frið fyrir skuldheimtumönnum
keypti Loðvík XY. af hönum hina miklu og skraut-
legu höll hans og gaf honum að auki 1 milj. kr.
En hvorugt dugði þó til að bjarga prinzinum úr
klóm skuldheimtumanna hans, og neyddist hann
því bráðlega til að selja konungi allar fasteignir