Iðunn - 01.01.1889, Page 152
310 G. Pfeuffer:
sínar, en af þeim hafði hann haft nær 200,000 kr.
í árstekjur.
Eptir því, sem Haxthausen segir frá í Rúss-
lands-lýsingu sinni,átti höfðingjaættin Schjeremetjew
áður en bændaánauðinni var af ljett(1861) um 200,000
»sálir», þ. e. ánauðuga þegna, og voru þar á meðal
margir stórauðugir kaupmenn, er guldu húsbænd-
mn sínum ekki nema ofurlítið árgjald til þess að
mega reka verzlun sína með frjálsu. En ekki
var nærri því komandi, að þeir fengju sjer keypta
lausn, og fyndist húsbændum þeirra þeir berast
nógu mikið á, þá gat það dottið í þá, að skipa
dætrum þeirra stórkaupmanna, er alizt höfðu upp
við alls nægtir og nóga dýrð og viðhöfn og aldrei
verið látnar drepa hendi sinni í kalt vatn, að koma
og gjörast gólfþvottakonur í viðhafnarhýbýlum hús-
bændanna, og dugði þar eigi í móti að mæla. Al-
kunnugt er og um hin miklu auðæfi Demidoffs-
ættarinnar. f>að var einn af þeim frændum, er
ljet reisa sjer varða (obelisk) f lifanda lífi í kirkju-
garðinum Pére la Chaise í París, er kostaði £ milj.
franka (350,000 kr.), og var hin mesta prýði fyrir
kirkjugarðinn.
Astaehoff hjet sá, er næstur gekk Demidoff
að auðlegð á Rússlandi uin miðbik þessarar aldar.
Hann hafði 111 pund gulls upp úr námum sínum
í Síberíu á einu ári (1848). f>að eru hjer um bil
4,600,000 kr.
Enn er nefndur Jakulow nokkur, rússneskur.
Eigur hans voru taldar 370 milj. kr.
þetta var talin hin mesta auðlegð á megin-