Iðunn - 01.01.1889, Page 153
Um auðæfi.
311
landi þessarar álfu um miðja öldina; en ekki er
það mikið hjá því, er gerzt hefir síðan.
Eeiturnar eptir James Eotsehild, er andaðist í
París haustið 1868, voru gerðar 2000 milj. franka í
minnsta lagi; það eru meira en 1400 milj. kr.
Johan Jakob Astor, þýzkur kaupmaður í Ame-
ríku, átti eptir sig látinn um 100 milj.kr., og hafði
þó verið maður stórgjöfull í lifanda lífi, og komið
á fót ýmsum nytsamlegum stofnunum og þeim sum-
um mjög stórkostlegum, á sinn kostnað.
Arið 1865 taldi Alexander J. Stewart í New-
York fram til tekjuskatts meira en 4 milj. dollara
(15 milj. kr.) í árstekjur, og greiddi þar af í skatt
rúmar 400,000 dollara (14 milj. kr.j, enda var hann
þá auðugastur kaupmaður í öllum Bandaríkjunum.
Nú sem stendur eru þessir 4 taldir mestir auð-
menn í heimi:
Hertoginn af Westminster. Hann er þeirra
minnstur, og er þó mestur auðmaður á Englandi.
Hefir í árstekjur 800,000 milj.pd.sterl. = 12,400,000kr.
Næstur honurn er þingmaður einn í öldunga-
deildinni á allsherjarþinginu í Washington, er Jo-
nes heitir, frá Nevada. Hann hefir í árstekjur
hjer um bil 1 milj. pd. sterl. . = 18,000,000 kr.
f>á kemur Eotschild í París með
1,900,000 pd.sterl. í árstekjur, eða = 34,200,000 kr.
En mestur er J. W. Mackay frá Ameríku.
Hann hefir 2,750,000 pd. sterling í árstekjur,
eða...................................49,500,000 kr.
Nærri því 50 milj. kr. í árstekjur!
f>ar með lúkum vjer þessu sögulega yfirliti yfir
auðæfi á ýmsum tímum og í ýmsum löndum. Auð-