Iðunn - 01.01.1889, Page 154
312
(i. Pfeuffer : Um auðæfi.
œfi eru og hafa jafnan verið vafasöm gæði, enda
hafa lengi verið misskiptar skoðanir um þau, þótt
flestir haldi þau raunar eittlivert hið mesta hnoss í
þessu lífi.
Ejettust verður líklega skoðun Benjamíns
Franklíns. Hann svaraði svo þeirri spurningu :
Hvað er auðlegð ? :
»Margur maður er auðugur, þótt fjelaus sje.
Til eru menn svo þúsundum skiptir, sem eru auð-
ugir, þótt þeir eigi ekki einn eyri í eigu sinni. Sá
maður, sem er vel af guði gerður, er auðugur ; sá,
sem hefir gott hjarta, góða heilsu og góða greind,
er auðugur. Hraust bein eru betri en gull, þrótt-
miklir vöðvar eru betri en silfur, og fjörugar og
stæltar taugar eru betri en fasteign. þ>að er betra
en stóreignir, að vera af góðu bergi brotinn. það
er til gott kynferði og slæmt kynferði manna,
eins og hunda og hesta. Uppeldið getur miklu
áorkað til að bæla niður slæmar tilhneigingar
og örva góðar; en það er miklu meira í það
varið, að hafa fengið að erfðum góðar gáfur og
gott náttúrufar til að byrja með lífsferilinn. Sá
maður er auðugur, sem hefir gott lundarfar —
sem er geðgóður, þolinmóður, glaðlyndur og ör-
uggur».
(B. J.)