Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1951, Side 34

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1951, Side 34
108 Tímarit lögfræSinga sjálfsagt er það, að dómari á að benda sökunaut á þetta jafnskjótt sem hann nær tali af honum eftir uppkvaðn- ingu úrskurðar, enda skiptir engu, þótt sökunautur sé löglærður maður, og skipa honum þá þegar verjanda eftir ósk hans og veita verjanda þegar færi á að rækja starfa sinn. Sýnist rétt að fresta prófun á sökunaut sjálfum, þangað til verjanda nýtur við. Nú er gæzlufangi mjög á valdi dómara, og má því svo fara, að ístöðulaus eða ó- greindur aðili segi meira í prófun en hann getur staðið við, þegar á reynir. Þó að verjandi eigi auðvitað ekki að torvelda rétta rannsókn, þá á hann að gæta þess, að dóm- ari verði hvergi offara við sökunaut og hagi yfirleitt rann- sókn sem góður og skynsamur dómari á að gera. Verj- andi getur og varið dómara ámæli um hörku eða annað óviðurkvæmilegt atferli í rannsókn, sem dómara er stund- um borið af hálfu sökunauta. Návist verjanda er því mikið aðhald að dómara um rétta hegðun og jafnframt veitir hún honum vörn við óréttmætum áburði um óviðurkvæmi- lega háttsemi í rannsókn. 3. Eftirrit af varðhaldsúrskurði skal gefa ekki síðar en sólarhring frá birtingu hans, 68. gr. Þetta skal gera, svo að unnt verði að kæra úrskurð sem fyrst til hæstaréttar samkvæmt 3. tölul. 172. gr. Verjandi er að sjálfsögðu skyldur til að aðstoða sökunaut í því efni, enda þótt dóm- ara sé skylt að sjá um áfrýjun samkvæmt 2. málsgr. 65. gr. stjskr. Verjandi á því að semja greinargerð til hæsta- réttar með kæru, eftir því sem efni standa til. 4. Um meðferð gæzlufanga eru nokkur fyrirmæli. Má þar minnast fyrirmælis um það, að aldrei megi hafa gæzlu- fanga undir 18 ára aldri með eldri föngum, 70. gr. 2. töluliður. 5. Það er athugandi, að tryggingarfé eða ábyrgðarfé, sem sett hefur verið til þess að sökunautur mætti halda frelsi sínu, skuli, ef hann brýtur boð dómara um dvöl í ákveðnu marki, varið til greiðslu skaða þess, sem söku- nautur hefur valdið og hann hefur verið dæmdur til að greiða, ef með þarf, 3. málsgr. 71. gr. Skaðabótakröfu sýn-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.