Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1951, Page 91

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1951, Page 91
MeHferð opinberra mála 165 bb. Dómur bindur, handhafa ríkisvalds og aðra aðilja um atriði þau, sem þar eru dæmd, 1. málsgr. 168. gr. Ef maður er sýkn dæmdur, verður ríkisvaldið að hlíta því. Maðurinn verður t. d. ekki sviptur stöðu eða réttindum, þó að ríkisvaldinu þyki dómur rangur. Hins vegar verður sökunautur að hlíta ákvæðum dóms um refsingu og annað. Sama er um aðra, sem aðiljar mega kallast, t. d. sakflytj- andi, sem sektaður er í dómi o. s. frv. Hins vegar segir ekki, að dómur bindi almenning. Þó að dómur bindi sjálfsagt ekki almenning, frekar en dómur í einkamálum, þá hefur hann ekki síður endurverk- un á hagi þeirra. Ef hjónaband er ógilt með dómi í opin- beru máli, t. d. vegna tvíkvænis eða vegna of náinnar fi’ændsemi, þá verður hinn aðili þess, sem saklaus er tal- mn og eigi hefur verið saksótur, að hlíta ógildingu. c. Dómur í opinberu máli bindur aSilja neikvætt sam- kvæmt 1. málsgr. 168. gr. eigi síður en dómur í einkamáli. Krafa, sem dæmd hefur verið í opinberu máli, verður ekki borin undir sama eða hliðsettan dómstól, 2. málsgr. 168. £i\, sem vísar til 196. gr. laga nr. 85/1986. Þó að þriðji niaður telji sér of lágar bætur dæmdar í héraðsdómi í opin- beru máli, þá tjóar honum ekki að bera þá kröfu undir nnnan dómstól en hæstarétt. Ef hins vegar annar maður v®ri skaðabótaskyldur með sökunaut, en hann hefur ekki yerið aðili opinbera málsins að því leyti, þá mundi dómur 1 því ekki binda hann né þriðja mann í því sambandi, og 8'seti hann gert hærri kröfu, og hinn krafizt sýknu eða dóms nni lægri fjárhæð. d. Dómur í opinberu máli hefur því næst sönnunargildi u*n þau málsatvik, sem í honum greinir, 2. málsgr. 168. Si\, sem vísar til 196. gr. laga nr. 85/1986. Sá, sem telur staðreynd ranglega lýst í dómi eða að hún hafi ekki gerzt, verður að sanna það, ef hann vill reisa réttarkröfu á því. ^að er t. d. talið sannað í dómi, að A hafi notað falskt skjal til blekkingar í viðskiptum. 1 meiðyrðamáli, sem hann höfð- ar á hendur B fyrir áburð um skjalafals, yrði A að sanna,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.