Hlín - 01.01.1926, Page 19
17
Hlin
H. B. óskaði, að fulllrúar hinna ýmsu fjelaga gæfu
stuttar skýrslur um heimilisiðnaðinn, hver úr sínu hjeraði,
og urðu fulltrúar úr öllum hjeruðum við þessari ósk.
Til máls tóku: Kristín Ólafsdóttir, fulltrúi kvenfjelags
Borgarhrepps í Mýrarsýslu, Sigurlaug Björnsdóttir, Austur-
Húnavatnssýslu, Hólmfríður Pjetursdóttir, Pingeyjarsýslu,
Sesselja Eldjárns, Svarfaðardal, Ouðbjörg Kolbeinsdóttir,
Árnessýslu, Ouðrún Torfadóttir, Stokkseyri, Árnessýslu,
Sigríður Porsteinsdóttir, Eyjafjörður (-fram), Steinunn
Bjarnason (Rangárvallasýslu), enginn fulltrúi þaðan, Sesselia
Konráðsdóttir, Stykkishólmi, Ouðrún Ólafsdóttir, Reykjar-
firði, Iugveldur Sigmundsdóttir, Hellissandi, Snæfellsnes-
sýslu, Margrjet Pjetursdóttir, Egilsstöðum, Suður-Múla-
sýslu, Ouðrún Jóhannsdóttir, Kjósarsýslu, Anna Guð-
mundsdóttir, Oullbringusýslu, Margrjet Sölvadóttir,
Múlasýslu, Ingibjörg Skaptadóttir, Seyðisfirði, Hansína
Benediktsdóttir, Sauðárkróki, Skagafjarðarsýslu, Rebekka
Jónsdóttir, ísafirði.
Skýrslur þessar báru með sjer, að áhugi fyrir heimilis-
iðnaði er vaknaður víðast hvar, og vjelar notaðar við
vinnuna í mörgum hjeruðum, handavinna er kend börn-
um og unglingum, þar sem skólar starfa allan veturinn,
timinn of stuttur í sveitaskólunum til þess, að af honum
megi taka til handavinnukenslu. Námskeið hafa veríð
haldin i mörgum bæjum og hjeruðum landsins með mjög
góðum árangri. Áhugi alstaðar að aukast fyrir sýningum
á iðnaðar-afurðum af öllu tagi.
Umræðunum var slitið kl. 7 síðdegis.
Rebekka Jónsdótlir,
fundarstjóri.
Miðvikudaginn 9. júní var fundur aftur settur á sama
stað kl. 1 e. h. Fundarstjóri var valinn þann dag Bríet
Bjarnhjeðinsdóttir, en riturum falið að hafa umsjón með
bókun fundargerða alla fundardagana.
2