Hlín - 01.01.1926, Side 23
HUn
21
hjeðinsd., Aðalbj. Sigurðard., Anna Magnúsd., og Hólmfr.
Pjetursd. Við umræðurnar kom þetta fram:
Fyrirhugað er að kvennaheimilið beri nafnið Hallveig-
arstaðir, til minningar um fyrstu húsfreyjuna á íslandi,
Hallveigu, konu Ingólfs Arnarsonar, landnámsmanns, og
verði bygt af hlutafje. Söfnunartíminn er útrunninn 26.
júli þ. á., en svo má þar við bæta tveim mánuðum til
innheimtu hlutafjárins. Heimilinu er ætlað að vera fundar-
staður kvenna í Reykjavík, heimili fyrir aðkomukonur,
sem dvelja um lengri eða skemri tíma í Reykjavík, og
miðstöð fyrir samvinnu íslenskra kvenna. Hlutafjársöfn-
un hefir gengið tregt í mörgum hjeruðum og bæjum
landsins, og stafar það af ýmsum orsökum, svo sem
því, að konur höfðu með höndum fyrirtæki hverjar í sín-
um landshluta, sem nauðsyn bar til að unnið yrði að
án tafar, geta kvenna víða litil, konur höfðu ekki gert
sjer grein fyrir nauðsyn málsins, sumar höfðu skilið það
svo, að konur einar ættu að kaupa hluti, og fleira hafði
tafið fjársöfnunina. Eftir því sem leið á umræðurnar óx
áhuginn fyrir málinu, og komu fram margar tillögur um
hvernig bestum árangri yrði náð við fjársöfnum ti! fyrir-
tækisins. Par á meðal voru þessar: að konur spari við
sig t. d. óþarfan fatnað (Tillagan kom frá ungri stúlku).
Að konur vinni muni, sem seldir verði til ágóða fyrir
byggingarsjóðinn, að konur skrifi ættingjum og vinum í
Vesturheimi og fái þá til að leggja fram hluti, að konur
sem litla getu hafa, leggi saman í hluti, og að leitað sje
engu síður til karla en kvenna um sölu hlutabrjefa.
Talið var það metnaðarmá! kvenna, að heimilið yrði
reist af samskotum og hlutafje án styrks úr ríkissjóði.
Tilætlunin er, að það verði fullgert fyrir þjóðhátíðina 1930.
Forgöngu i málinu hafa þessar konur: Bríet Bjarnhjeð-
insdóttir, Laufey Vilhjálmsdóttir, Inga Lára Lárusdóttir,
Steinunn Hj. Bjarnason og Guðrún Pjetursdóttir, allar í
Reykjavík.