Hlín - 01.01.1926, Síða 34
eyjarsýslu. Guðr. Ólafsd., Reykjarfirðí, ísafjarðarsýslu,
Ragnh. Pjetursd., Háteigi, Reykjavík, Guðr. Björnsd.,
Grafarholti, Kjósarsýslu, Guðr. Torfad., Stokkseyri, Árnes
sýslu, Halld. Bjarnad., Háteigi, Reykjavík.
Varamenn kosnir fyrir fjarstadda nefndarmenn: Marg.
Pjetursd., Egilsstöðum, Suður-Múlas., Hólmfr. Pjetursd.,
Arnarvatni, Suður- Pingeyjar., Guðr. Jóhannsd, Kollafirði,
Kjósarsýslu.
II. 2. landsfundur kvenna leggur til, að lögskipað sje
mat á prjónavöru þeirri, er framleidd er til útflutnings,
og að konur sjeu valdar til þess starfa. Heimilisiðnaðar-
nefnd er falið að annast um þetta mál við þing og stjórn.
Sigurlína Sigtryggsdóttir, Æsustöðum.
III. 2. landsfundur kvenna felur kvenfjelögum landsins
að vinna af alefli að undirbúningi landssýningarinnar 1930
hverju á sínu fjelagssvæði, með því meðal annars að
gangast fyrir sýningum.
Halldóra Bjarnadóttir.
IV; 2. Landsfundur kvenna lætur í Ijósi þá eindregnu
ósk, að heimilisiðnaðarnefndin leggi alt kapp á að ná
samvinnu við formenn kembi verksmiðjanna um bætta
kembingu fyrir heimilisiðnaðinn, svo að þessi vinna megi
verða að sem bestum notum.
Sigurlaug Björnsdóttir á Síðu.
V. 2. landsfundur kvenna leggur eindregið til, að sétt
verði hið bráðasta á stofn heimilisiðnaðarútsala I Reykja-
vík með undirdeildum út um Iand, er kaupi vel-seljanleg-
ar heimilisiðnaðarvörur af framleiðendum gegn pening-
um um út í hönd, og hafi hún jafnframt til sölu áhöld
og efni til heimilisiðnaðar.
Ragnhildur Pjetursdóttir, Háteigi.
Næsta mál á dagskrá var sjermentun kvenna. Nefnd
sú, sem skipuð hafði verið í málið, kom með álit
sitt og hafði Sigurborg Kristjánsdóttir orð fyrir henni.