Hlín - 01.01.1926, Page 40
38
Hlln
Pann 8. júnl að kvöldi flutti Sigurlína Sigtryggsdóttir,
Æsustöðum í Eyjafirði, erindi, er hún nefndi: Ábyrgð. —
Pá var og skemt með samspili.
Pann 9. júnl að kvöldi var upplestur og erindi (Ingi-
björg Skaptadóttir). Kvartett. Samspil (6 hent). Smáleikur
með skrautsýningu (Dagur og nótt) eftir Kristínu Sig-
fúsdóttur. (Á eftir sýningunni var höfundurinn kallaður
fram). Petta kvöld var almenn kaffidrykkja í sambandi
við skemtunina í hinum rúmgóða samkomusal bæjarins.
Húsfyllir var á öllum þeim opinberu kvöldskemtunum,
sem fulltrúum var boðið á.
Pann 10. júnl var Klæðaverksmiðjan »Qefjun« skoðuð
að morgni, en um kvöldið flutti Davíð skáld Stefá’nsson
frá Fagraskógi erindi, er hann nefndi: Æfintýr. — Þá
var og leikið á slaghörpu og sýndur barnadans.
Pann 11. júnl var Iðnsýningin skoðuð að morgninum,
en um kvöldið sýndi Hólmfríður Árnadóttir ameríska
kvikmynd: Gjöf lífsins.
Pann 12. júni skoðuðu fundarkonur Listigarð bæjarins.
Aðalbjörg Sigurðardóttir flutti erindi, er hún nefndi:
Sálarlíf konunnar og afskifti hennar af opinberum málum.
Pann 13. júni var farin skemtiför í bifreiðum fram að
Grund í Fyjafirði til að skoða hjeraðið. Viðstaða í Krist-
nesi, þar sem verið er að reisa Heilsuhæli Norðurlands.—
Kveðjusamsæti var fulltrúunum haldið um kvöldið. Sátu
það 112 konur. Skemtu menn sjer þar við ræðuhöld,
samræður og söng. Fyrir það tækifæri hafði Kristín Sig-
fúsdóttir, skáldkona, ort kvæði, er sungið var í byrjun
samsætisins.
Pann 14. júní skoðuðu konurnar Gróðrarstöðina.
Pá var þessi »Sæluvika« á enda. Ein konan, (frú Anna
á Hálsi), gaf vikunni það nafn í fundarlokin. Pað var
heppilega að orði komist. — Fundurinn hófst með guðs-