Hlín - 01.01.1926, Page 41
Hlín
39
þjónustu. Pað var góðs viti. Ræða síra Oeirs og hátíða-
söngurinn settu svip á fundinn.
Margar konur njóta víðara útsýnis yfir ýms þjóðfje-
lagsmál eftir fundinn en áður, og víðum sjóndeildarhring
unnum við allir, íslendingar.
Fundarkonur nutu hins ágætasta veðurs að heiman og
heim. — Allir kraftar virtust vera samstiltir í því verki
að gera ferðina sem besta og ánægjulegasta. —
Næsti landsfundur verður haldinn í Reykjavík 1930. Þá
er vonandi að kvenfjelög verði komin á fót í öllum
hreppum á landinu, og innbyrðis samvinna hafin í hjer-
uðunum, svo fulltrúa verði ekki vant úr neinum lands-
hluta. — Árin 1933 og 1936 þurfa Austur- Og Vestfirð-
ingafjórðungar að hafa landsfundi hjá sjer, og veitir þeim
ekki af, nú þegar, að hefja samstarf milli fjelaganna í
fjórðungunum til undirbúnings. — Samvinna norðlensku
fjelaganna er 12 ára gömul. Á þeim grundvelli byggist
nýafstaðinn Akureyrarfundur.
H. B.
Þjóðfjelagsleg samvinna kvenna.
Utdráttur úr framsöguræðu Bríetar Bjarnhjeðinsd.
Þessi öld er samtaka- og samvinnuöld bæði kvenna og
karla. Og svo mjög trúa menn nú orðið á samtökin, að
úti í hinum- stóra heimi, eru bæði karlar og konur að
bindast samtökum til þess að leysa úr ýmsum mestu
vandamálum þjóðanna. Mætti þar til nefna þjóðabanda-
lagið og friðarfjelagsskapinn. Á líkan hátt starfar alþjóðafje-
lagsskapur kvenna, sem nú tekur yfir allar heimsálfur,
með 42 ríkjum. Fyrsti Alþjóðafjelagsskapurinn var Oood-
Templarreglan, sem í eru bæði konur og karlar, og hafa