Hlín - 01.01.1926, Síða 53
51
Híln
17. gr.
Ef einhver vill segja sig úr fjelaginu, verður hún að
gera það einum mánuði fyrir aðalfund.
18. gr.
Þegar aðalfundur með nægum atkvæðafjölda álítur
nauðsynlegt, að þær, sem í fjelaginu eru greiði árstillag,
sem ber að ákveða til að safna sjóði til þess að útvega
hentugar vinnuvjelar við saumaskap, ullarvinnu, ostagerð,
ölgerð o. m. fl. og veita styrk efnalitlum, námfúsum og
skynsömum stúlkum til að læra að stýra þeim, en að
því skilyrði, að þær á eftir, þegar náminu er lokið, kendu
það kvenfólki 3ja ára tíma innanhrepps fyrir sanngjarna
borgun. — Uppástungur þessu viðvíkjandi, fá ekki gildi
á fundi nema 3/« allra atkvæða sje með henni, eins og
breyting á fjelagsiögunum þarf sama atkvæðafjölda.
19. gr.
Ef þær, sem í fjelaginu eru vilja breyta lögum þessum,
skal bera upp skriflega uppástungu þar um, sem sendist
forsætu 2 mánuðum fyrir aðalfund, og verður það ei að
lögum, nema með þeim atkvæðafjölda, er til er tekinn í
18. grein.
Lög þessi samþyktu og undirskrifuðu á fundi að Sól-
heimum 25. nóvember 1874
Ingiríður Pálmadóttir, Sólheimum, Salóme Porleifsdóttir,
Stóradal, Jóhanna Steingrímsdóttir, Svínavatni, Helga
Jónsdóttir, Tindum, Ingibjörg Guðmundsdóttir, Tungu-
nesi, Rósa Kristjánsdóttir, Ásum, Sigurlaug Björnsdóttir,
Löngumýri, Guðrún Sveinsdóttir, Tindum.
Orðrjett eftirrit af frumritinu vottar:
Auðkúlu 26. september 1923.
Stefán M. Jónsson.
4*