Hlín - 01.01.1926, Síða 59
Hlin
57
óunnið að því. — Skylt er að geta þess, að einstök U.
M F. hafa styrkt skóginn með fjárframlögum. — Vil
jeg nefna U. M. F. Miðnesinga, Eyrarbakkafjelagið og
»Afturelding« í Mosfellssveit.
Tvö s.l. sumur hafa U. M. F. komið saman einn dag
í skóginum og rætt þar áhugamál sín í fögru rjóðri við
annað reynitrjeð. Mun svo verða framvegis. — S.l. sumar
var fyrsta skátamót ísiands haldið í Þrastaskógi og stóð
í viku. — Er staðurinn á allan hátt prýðilega til þess
fallinn að vera samkomustaður ungs fólks. Enda mun
U. M. F. I. hafa hug á að prýða hann og hlynna að
honum eftir mætti.
Aðalsteinn Sigmundsson.
»Hlín« vill reyna að flytja frjettir af einu myndarlegu íslensku
nýbýli árlega. — Nýbýlamálið er stórmál, sem vonandi verður mik-
ill gaumur gefinn á komandi árum. Ljett undir, svo um munar, með
þeim, sem á þann hátt vilja klæða landið, og þeir eru margir, —
það er svo Guði fyrir þakkandi, en örðugleikarnir geta orðið ósigr-
andi. — Það nýbýli, sem er einna mest þekt hjer í Norðursýslum,
er Höfði, Bárðar Sigurðssonar í Mývatnssveit. Birtist hjer umsögn
Bárðar sjálfs:
Jeg vildi gjarnan verða við þeirri bón þinni, að skrifa
eitthvað um býlið mitt, sem birta mætti í »Hlín,« en til
þess að skiljanlegra verði hvers vegna jeg valdi mjer
þennan stað að byggja á (sem er hrjóstrugur og alls ekki
eins hægt að koma í rækt og fjölda margir aðrir staðir),
þá finst mjer jeg verða að byrja á örstuttu broti af æfi-
sögu minni, sem er að vísu ekki sjerlega merkileg, en
dálítið frábrugðin því vanalega, þegar fram í sækir.