Hlín - 01.01.1926, Page 67
Hlln
65
bragðgóð. — Bláber vandist jeg að væru íramreidd með
sykri og rjóma sem sælgæti eða sem ábætir, og krækiber
hrærð saman við skyr þótti eftirlætismatur barna og
unglinga, og hefir mjer fundist það auka þeim lyst, sem
neyslulítil hafa verið að upplagi, að borða ber, enda taldi
gamla fólkið, að mann svengdi af berjum, en það hefir
verið af því að þau auka matarlyst. — Nú vil jeg hvetja
allar konur til að láta börnin tína ber og borða þau. —
Gaman væri að Hlín segði okkur meira um hvernig berin
hafa verið hagnýtt, og hvernig megi hagnýta þau.
Reykjavík 10. júní 1926.
M. K. Jönsdóttir
frá Hjarðarholti.
Heilbrigðismál.
Ágrip af ræðu Gunnlaugs Claessens
læknis á stofnfundi Rauðakross ísiands 10. des. 1924.
Rauða kross fjelögin starfa að heita má um allan heim,
jafnt á friðar- sem ófriðartímum. Vjer stofnum Rauða
kross íslands til friðarstarfa; þó getur komið til mála að
taka þátt í líknarstarfi á stríðstímum; er skemst að minn-
ast þess, að hjeðan af landi var ófriðarþjóðunum sendur
fatnaður og lýsi; ennfremur boðist til að taka bágstödd börn
frá Vínarborg. Vegna skipulagsleysis varð lítið úr hjálp ís-
lendinga; hefði jafnvel ekki verið unt að koma lýsissend-
ingunni áleiðis, nema með hjálp útlendra Rauða kross
fjelaga. Vjer erum fámennir og lítt efnum búnir, en þó
5