Hlín - 01.01.1926, Qupperneq 98
06
Hlin
misrjetti. En niðurstaðan getur orðið nokkuð önnur et
miðað er við hagsmuni heildarinnar. Ekki er óhugsandi,
að hið forna þjóðskipulag hafi þarfnast þessa misrjettis.
En hvað sem því líður, þá eru þeir margir, sem teija
eins víst, að það sje ekki líkamlegt afl mannsins eða
hnefarjettur, sem hafi úthlutað konunni stöðu hennar í
þjóðfjelaginu, heldur náttúran sjálf. Og þeir eru ekki
sammála Stuart Miil um, að venjan ein hafi helgað þetta
fyrirkomulag, heldur halda þeir því fram, að reynsla
mannkynsins á öllum öldum hafi sannað, að náttúran
hafi fundið henni rjettan stað.
Önnur grundvailarsetningin, sem St. Mill byggir á, er
sú, að enginn verulegur eðlismunur karla og kvenna eigi
sjer stað. Að vísu viðurkennir hann að svo virðist vera í
fljótu bragði, og getur þess, að helsta ástæða mótstöðu-
manna kvenfrelsisins sje einmitt sú, að eðlismunurinn sje
svo mikill, að á honum byggist staða hvorttveggja í þjóð-
fjelaginu. En hann marg tekur það fram, að þetta verði
aldrei sannað, því reynslu vanti um, hvernig konan væri,
ef staða hennar væri önnur.
Skoðun hans er, að frá náttúrunnár hendi sjeu andtegir
hæfileikar karla og kvenna hinir sömu, en munurinn, sem
virðist vera á þvi, sje orðinn til fyrir utanaðkomandi áhrif
og mótaður af starfi þvi, sem konur hafi haft á hendi
frá þvi sögur hófust.
Eðlisfari kvenna lýsir höf. á þessa leið: »það sem nú
á tímum er kailað náttúrufar kvenna, er í mesta máta af-
leiðing af meðferð þeirri, er þær hafa sætt. Pað er orðið
til við þvingun í vissar áttir og óeðlilega æsingu í aðrar«.
Þetta sem St. Mill álítur að hafi verið þvingað í náttúr-
legu eðli kvenna er vitsmunaaflið. En tilfinningalífið sje
svo mikið vegna óeðlilegra æsinga.
Mestur hluti bókarinnar fjallar um breytingu þá, er
frelsi kvenna muni hafa í för með sjer, samkv. skoðun
höf. Fyrst og fremst á náttúrufar konunnar og andlegt