Hlín - 01.01.1926, Blaðsíða 109
Hlin
107
það, sem komið hefir fram úr dulspekiátt, að kynin væru
ekki til vegna æxlunarinnar. Almættið hefði haft nógönnur
ráð til að halda við tegundunum. En það hafi verið
hægar að birta (manifest) margar hliðar guðlegs máttar
í tveimur kynjum en einu.
Öllum hlýtur að skiljast að breytingar þessar á skoðun
manna á hinum sálar- og líffræðilegu hæfileikum manna,
hlýtur að hafa mikil áhrif á skoðun þeirra á störfum
og stet'nu kvenna. Slíkar skoðanir skapa það viðhorf,
sem menn hafa til þess.
Ekki væri nokkurt vit í, hvorki frá sjónarmiði einstakl-
ingsins eða heildarinnar, að fela kouum þau störf, er
þær samkvæmt eðli sínu væru óhæfari til að leysa af
hendi en karlar. Hins vegar eru sennilega til störf utan
hins venjulega verkahrings kvenna, sem þær eru af sömu
ástæðu betur fallnar til að vinna en karlar. En það sem
ef til vill varðar allra mest í þessu máli er, að þetta nýja
og þó gamla matá kveneðlinu ætti að leiða til þess, að
konur yrðu yfirleitt betur skildar og störf þeirra og
verkahringur meira virtur en nú á sjer stað.
Lfkur eru til að þær starfi í samræmi við lífslögmál,
sem á engu minni þátt í hinni miklu framþróun lífsins
en eðli og starfshringur karla.
Pá kemur að þvi að athuga frekar sambandið milli
eðlis konunnar og þess verkahrings, er hún hefir haft
frá fyrstu tíð er sögur fara af.
V.
Að slíkt samband eigi sjer stað er engin efi um.
Jeg býst við, að allir, sem á annað borð hafa athugað
hvers eðlis störf kvenna eru, hafi skilið, að það er ekki
fyrst og fremst skýr hugsun, dómgreind og víðsýni, sem
með þarf til að inna þau af hendi, eða alt þetta sem ein-
kennir skynsemina. Nei, það sem þessi störf þarfnast
brýnast er snarræði eðlishvatarinnar og innileiki tilfinn-