Hlín - 01.01.1926, Blaðsíða 114
Í12
Hlin
um, sem standa eðli þeirra næst, ef þær sem lengst
komast þar eru ekki nema jafnokar karlmanna, hvers má
þá vænta á öðrum sviðum, er liggja eðli þeirra fjær,
eins og flestar greinar vísinda, þar sem einkum þarf á
að halda hlutlægri rannsókn og skýrri hugsun ?
Enginn skilji þó orð mín svo, að jeg ætli að allir
. karlmenn, sem við vísindi og Iistir fást sjeu gæddir skap-
andi mætti og frumleik. Væri svo mundu mennirnir vera
komnir miklu lengra en raun er á. En hinu verður ekki
neitað að ennþá eru það karlmenn er komist hafa lengst
í listum og vísindum.
Kvenfrelsisvinir nefna oft sem dæmi um vísindahæfi-
leika kvenna, Sonju Kovalevsky og Md. Curie. Að þessar
konur hafa komist langt í vísindalegri starfsemi er gleði-
legt, en það sannar ekkert um vísindahæfileika kvenna
alment. Undantekningar eru altaf til.
Andstæðingum kvenfrelsishreyfingarinnar dettur ekki í
hug að neita því að konur sjeu ekki góðum gáfum
gæddar, þó þær hafi ekki vísindamanhshæfileika. Þeir
viðurkenna að konur hafi yfirleitt ágæta námshæfileika.
En er til þess komi að tengja saman það sem lært hefir
verið, fá yfirlit, heildarmynd, samanburð, þá verði þær
ekki jafnokar karlmanna, þær eigi færri og fátækari hugs-
anasambönd, en auðug hugsanasambönd sjeu undirstaða
ímyndunarafls og skapandi máttar.
VII.
En sleppum nú alveg öllum heilabrotum um hvað langt
konur geti komist í þeim greinum, er vitsmuna þarf við.
Gerum ráð fyrir að þær gætu orðið jafnokar karla eins
og margar þeirra ætla og allir kvenfrelsisvinir gengu út
frá. Væri það mikill ávinningur fyrir þjóðfjelögin, fyrir
heildina.
Með þessari spurningu komum við að kjarna þessa
máls. Margir álíta sem sje, að þroski vitsmunanna, skyn-