Hlín - 01.01.1926, Blaðsíða 116
114
Hlín
verið ómentaðar konur, sem kallað er, en gáfaðar og
með ríkt kveneðli, þ. e. óskemda eðlishvöt.
En ekki er nóg með það, að mentaðar konur eigi
færri börn og líkindi sje til að þau verði ver uppalin,
heldi.r virðist sumum reynslan sýna, að þessi börn sjeu
ver bygð. Svo virðist sem mikil andleg áreynsla sje
konum óeðlileg og skapi hjá þeim óeðli. Kemur það
fram á ýmsan hátt, en kanske skýrast og um leið átak-
anlegast í þeirri staðreynd, að mjólkurmyndun er minni
hjá þeim konum, stundum engin. En það kemur líka
fram sem þreyta og verkar þá á taugakerfið og veiklar
það. Sú veiklun getur gengið í arf til afkvæmisins. Allir
vita hvað skaðleg áhrif það hefir á ungbörn að vanta
móðurmjólkina, og hljóta að skilja, að náttúran hefir ætl-
ast svo til að hún væri fyrsta fæða barnsins.
Hvergi kemur greinilegar fram missmíði menningar-
innar en í því, að börnin, sem þjóðfjelagið eða þjóðfje-
lagsskipunin hefir veitt hægastan aðgang að gæðum lífsins
með þvf að tryggja þau efnalega, skuli oft og tíðum
bera í sjer eðli úrkynjunarinnar, en stóru barnahóparnir,
sem fæddir eru með andlegum og líkamlegum vaxtar-
skilyrðum, skuli sama þjóðfjelagsskipun oft láta kreppa
og kyrkja í uppvextinum vegna örbirgðar. Hvernig má
annað vera, en að sú menning, sem rís upp af þessu
fyrirkomulagi, sje á leiðinni til grafar, sje dauóadæmd?
VIII.
Þegar konum var veittur aðgangur að skólum og opin-
berum störfum þjóðfjelagsins, þustu þær inn á þessi nýju
svið, sjálfsagt oft í þeirri trú, að þetta væri framför og
nýir þroskunarmöguleikar væru opnaðir þeim.
Takmarkið sem stefnt var að af mörgum kventrelsis-
vinum og er enn, var að komast eins langt og karlmenn
í sem flestum greinum, með öðrum orðum líkjast þeim,
einkum í andlegri fullkomnun.