Hlín - 01.01.1926, Side 128
126
Híin
fegurðarþrá og hreinar hugsanir, því þó blómin sjeu
jarðbundin, lyfta þau huga þeirra sem athuga þau til
hins eilífa kærleika, sem jafnt gefur líf hinu skammvinna
blómi og háöldruðum manni, hinum skríðandi ormi og
Ijettfleyga fugli. Peir sem einu sinni hafa opnað augu
sín fyrir fegurð blómanna veita þeim athygli hvar sem
er, og »vorblómin horfa sem vinir« móti hverju leitandi
auga og færa því fegurð og gleði. Mjer er í minni, hve
andlit aldraðrar konu Ijómaði af gleði eitt sinn er jeg
heimsótti hana, þegar hún sýndi mjer »vetrarbörnin« sfn:
nokkur útlend gluggablóm sem höfðu þroskast vel, þrátt
fyrir birtulítið herbergi og dimman og kaldan vetur. Pað
var auðsjeð að vel hafði verið að þeim hlúð, eflaust
færð í hvern sólargeisla er inn kom og burt úr glugg-
anum hverja nótt, er frostið málaði rósir sínar á hann.
En svo mikla gleði sem jurtablómin veita mönnum
þá gera þó mannblómin það enn fremur, þessir yndislegu
frjóangar mannkynsins: börnin. — í öllu óspiltu manneðli
er það ein hin fegursta stund í lífi manns og konu að
sjá barn sitt í fyrsta sinn, þá sælu þekkja allir sem reynt
hafa, þó ekki sje hægt að lýsa henni með orðum óvið-
kómandi manna. En börnin hafa áhrif á fleiri til góðs.
Peir finna að það er satt sem skáldið kvað: »Aldrei fegri
sjón jeg sá en saklauss barns í auga,« og sú sjón hefir
mörgum manni orðið lyftistöng til gleði, friðar og líf-
ernisbetrunar, jafnvel þar sem »synd og myrkrið svarta
sýndist hástól á.« — En hvernig hlúa menn þá að þess-
um mannblómum? Jeg meina ekki líkamlega, því það er
nær alstaðar orðið svo vel sem tök eru á. Nei, það er
andlega hliðin, sem er svo illa rækt af alt of mörgum.
Ekki þætti það góður blómræktarmaður eða kona, sem
sjaldan leyfði sól að skína á blómin sín, en hið sama er
þó gert við börnin, þau eru of sjaldan látin finna yl
kærleikans eða sjá birtuna af vingjarnlegu andliti. — Jeg
tala hjer ekki til foreldranna, því þó ofmargar misfellur