Hlín - 01.01.1926, Page 132
130
Hltll
hún kom eða var stödd í vinahóp, eins og raun var á
síðustu æfiár hennar, er jeg kyntist henni í Reykjavík.
Árið 1885 giftist frú Margrjet Ólafi lækni Guðmunds-
syni (prófasts Einarssonar á Breiðabólsstað), er þá hafði
nýlokið embættisnámi í læknaskólanum. Orti Hannes Haf-
stein kvæði til þeirra brúðhjónanna og yrkir þar meðal
annars:
»Hníga í faðmlög æska og yndi
alt í lyndi
Ieikur senn.
Við fagnandi brúðhjónum hlægja nú hlíðar,
viðjar blíðar,
blórasturþýðar
binda örlög tvennt.
Varð Ólafur Guðmundsson fyrst aukalæknir á Akranesi,
og áttu þau hjón þar heima nokkur ár. Síðar var honum
veitt Rangárhjerað, og settust þau að á Stórólfshvoli og
bjuggu þar góðu búi. Var Ólafur læknir hvers manns
hugljúfi, enda var hann göfugur maður í skapi, sem hann
átti kyn til — þeir voru systkinasynir, sjera Matthías og
hann. — »Hann var yndislegur maður,« sagði bekkjar-
bróðir Ólafs, Einar Kvaran, eitt sinn við mig um hann,
Hefir sjaldan lifað vinsælli læknir á landi hjer. Hvar sem
hans heyrist minst í Rangárþingi, er hans að góðu getið.
Hann var altaf boðinn og búinn til ferðalaga, Ijet sjald-
an vötn nje torfærur tálma ferðum sínum. Hann hirti lítt
um eiginn hag, tók börn af fátækustu heimilunum og
Ijet reiða heim til sín og gerði sum þeirra að fósturbörn-
um sínum. Hann gaf óspart og ótalið læknishjálp, jós á
báðar hendur gæðum og mannúð. Er auðsætt, að slíkt
hefir ekki Ijett húsfreyju störfin. En aldrei hefi jeg heyrt
annars getið, en frú Margrjet hafi skipað erfiða stöðu
sína austur þar méð dugnaði og sæmd.
Eigi kvað lítið að frú Margrjetu þar eystra. Hún gerð-
ist bindindisfrömuður og Ijet stjórnmálasennur í hjeraði