Hlín - 01.01.1926, Síða 158
156
Hlin
og gljáandi og þorna fljótt, er þvegin eru. Það er mikið hollustuat-
riði að oliubera gólfin, auk þess sem það sparar tíma. Tíminn og
kraftar okkar er það dýrmætasta sern við eigum.
Ef bændur athuguðu, hve miklu reisulegri og fallegri bæirnir
þeirra yrðu, ef burstirnar eru málaðar, í stað þess sem þær oft eru
gráar og gamallegar, þá Ijetu þeir sig ekki muna um þá málningu
sem færi í þetta. Það er hverfandi lítill kostnaður. Það verður að
vera sannmœli um íslenska sveitabæi, þótt gamlir og fornfálegir sjeu
þessi gullfallegu orð: »Bændabýlin þekku bjóða vina til, hátt und
hlíðarbrekku, hvlt með stofuþil«. Já, það er einmitt þetta, hvít þurfa
þau að vera, þá sóma þau sjer vel gömlu þilin, burstirnar, altaf
eru þær fallegastar og njóta sín best í íslenskri náttúru, því fær
enginn neitað.
Maðurinn minn er í Iangferð, hann er búinn
Sveitakona að vera í burtu í hálfan mánuð, en nú er hans
skrifar: brátt von heim. — Jeg hefi gaman af að sjá
framan í hann, þegar hann sjer hvað jeg hefi
hafst að, meðan hann var í burtu. — Jeg var búin að heitstrengja
það með sjálfri mjer, að láta nú verða af því að lagfæra nokkuð, sem
lengi hafði staðið til að gert yrði. Það var að gera dálitla brú yfir
keldu, sem var í heimreiðinni, og fylla upp traðkið í túngarðshlið-
inu, þar var jafnan vaðall og því ilt heimreiðar. — Jeg tók mig til
og keyrði sjálf möl og grjóti í veginn. Nágrannakonu minni, sem
sá til mín, Ieist ekki á blikuna, og sendi mjer mann til hjálpar. —
Nei, þetta hafði jeg ætlað mjer að gera sjálf, og hafnaði því hennar
góða boði. — Brúin var sögð nógu góð, þó hún væri gerð af konu.—
Krakkarnir og jeg bárum nokkur kvöld steina og möl í fötum og
fyltum traðkið í hliðinu. Krökkunum þótti þetta ágæl skemtun og
unnu að þessu með glöðu geði.
Jeg vil ráða ykkur til þess, konur góðar, að gefa ekki upp alla
vörn, þó ykkur gangi illa að fá lagað, það sem aflaga fer, úti eða
inni, hver veit nema ykkur gefist kostur á einhverjum umbótum, er
bóndinn fer í langferð. — Best er að vera þá ódeigur, og taka til
óspiltra málanna, og sjá hvað gera má með góðum vilja, en best
er náttúrlega að vita nokkurnveginn vilja húsbóndans í umbótum,
því annars gæti verið að hann yrði ekki sjerlega hýr á brúnina,
þegar heim kemur.
Á næsta sumri gerir Sveinn bóndi Jónsson á
Af Hjeraöi. Egilsstöðum á Völlum í S.-Múlasýslu ráð fyrir
að hafa bætt svo hið stóra og góða gistihús sitt,
að hann geti tekið á móti gestum til lengri dvalar á hvaða tíma sem er.