Hlín - 01.01.1935, Page 7
HUn
5
Víst ertu fögur, enginn efar,
Ættgöfgi þína, kæra móðir!
Hvaða land ætli’ að fegra finnist?
Fjailanna tign og vatnaniður
Hefur þann mátt, sem mun ei gleymast,
Man jeg þó ljósast staðinn helga,
Pingvelli byggja þúsund vætta,
Þar er svo ljúft að vaka’ og dreyma.
Hugrún.
Fundargerð
aðalfundar Sambands norðlenskra kvenna árið 1935.
Föstudaginn 28. júní var aðalfundur S. N. K. (hinn
22.) settur og haldínn í Barnaskólahúsinu á Hóhnavík.
Mættir voru formaðui’, ritari og gjaldkeri og 4 full-
trúar. Einnig var mættur heiðursfjelagi sambandsins:
Halldóra Bjarnadóttir.
Fulltrúafundur var haldinn kl. 10% f. h. sama dag,
þar samin dagskrá fundarins og endurskoðendur
reikninga kosnar þær Fanney Bergsdóttir og Arndís
Níelsdóttir. Einnig var kosinn aðstoðarritari: Elín-
borg Magnúsdóttir.
Aðalfundur hófst ki. l]/2 e. h. — 'Formaður, Ingi-
björg Eiríksdóttir, setti fundinn og bauð allar fundar-
konur velkomnar. Var þá sunginn sálmur. Þvínæst
bauð frú Jakobína Jakobsdóttir, formaður kvenfjelags-