Hlín - 01.01.1935, Page 11
HUn
!)
sumar. Fleiri fulltrúar töldu störf þeirra hafa borið
mikinn og góðan árangur, hið sama virtust skýrslur
fjelaganna bera með sjer. — Halldóra Bjarnadóttir
gat þess, að fjelögin þyrftu ef mögulegt væri, að
styrkja efnilegar stúlkur til garðyrkjunáms eða a. m.
k. hvetja efnilegar stúlkur til náms.
Þessi tillaga kom fram frá Ingibjörgu Eiríksdóttur:
»Fundurinn felur stjórn S. N. K. að leitast fyrir um
það við garðyrkjustöðvar landsins,. hvort fleiri nem-
endur gætu fengið að stunda þar nám framvegis með
hagkvæmum kjörum, þareð tilfinnanleg vöntun er á
lærðum garðyrkjukonum í Iandinu«.
Tillagan samþykt.
'Svohljóðandi tillaga kom frá Sólveigu Pjetursdóttur:
»Fundurinn heimilar stjórn S. N. K. að veita að
minsta kosti kr. 50.00 til plöntukaupa næsta vor, og
ætla það sjerstaklega þessum tveimur fjelögum:
Kvenfjelaginu »Tilraun«, Svavfaðardal og Kvenfjelag-
inu »Freyja«, Arnarneshreppi.
Tillagan var samþykt.
Á fundinum voru mættar 50—60 konur þennan dag.
Fundi slitið og sunginn sálmur og ættjarðarljóð.
Kl. 8 s. d. hjelt sira Jón N. Jóhannesson fyrirlestur
trúarlegs efnis fyrir almenning. Var gerður hinn besti
rómur að máli hans. Sálmar voru sungnir fyrir erind-
ið og eftir.
Laugardaginn 29. júní hófst fundur að nýju kl. iy%.
Sungið var í fundarbyrjun. Formaður las upp kveðju-
skeyti, sem fundinum hafði borist frá Sambandi Aust-
firskra kvenna.
Hjúfot'unwrmcd.
Frummælandi var Berit Sigurðsson, norsk kona á