Hlín - 01.01.1935, Page 21
19
Hlín
an fjelagsins 35 krónum til þess að gleðja með gamla
konu. — Nokkur hestateppi ljet fjelagið búa til og
lánaði þau ferðamönnum til að hlúa að hestum sín-
um í vetrarfrostum. — Á hverju sumri fór fjelagið
skemtiferð á einhvern fagran stað og bauö þá hver
fjelagskona einum eða fleirum með sjer.
Þau þrjú starfsár fjelagsins, sem greinilegt yfirlit
er til um, hafa peningagjafir þess til fátækra numið
640 krónum,. þar af 100 kr., sem fjelagið gaf til bág-
staddra á jarðskjálftasvæðinu. Alls sendi fjelagið til
jarðskjálftasvæðisins kr. 730.00, sem safnað var hjer
í hreppnum fyrir forgöngu þess. Þá kostaði fjelagið
söngkenslu við barnaskólann einn vetur. Ennfremur
gerði fjelagið tilraun með sunnudagaskóla fyrir börn
part úr vetri. — Fjelagið gekk í Skógræktarfjelag Is-
lands og hefir verið meðlimur þess rúm tvö ár. — Mat-
jurtagarði kom fjelagið á stofn og hefur starfrækt
hann mikið til með gjafavinnu fjelagskvenna, en hann
hefir reynst erfiður og kostnaðarsamur og lítið verið í
aöra hönd. — Fimm seinustu ár fjelagsins hafa konur
haft lestrarkvöld einu sinni í viku. Les þá ein konan
sögur upphátt, en aðrar sitja með handavinnu. Á eft-
ir aðalfundum fjelagsins hafa konur sameiginlega
kaffidrykkju og skemtun og hafa þá boðsgesti.
AUs hefur fjelagið lagt fram til styrktar tatækum
á þessum 8 starfsárum sínum um kr. 1200.00, auk þess
sem fjelagskonur hafa gefið frá sjálfum sjer föt og
mat inn á fátæk heimili fyrir jólin. — Tekna hefur
fjelagið aflað sjer með skemtunum, leiksýningum,.
happdráttum og hlutaveltum. i spansóði á fjelagið nú
tæpar kr. 2000.00.
Hólmavík 28. júní 1936.
Elínborg Magnúsdóttir,
2*