Hlín - 01.01.1935, Blaðsíða 27
Hlín
25
inn fugl með lamaða vængi. Aðalstyrkur hans í lífs-
baráttunni er það að hafa ílugtækin heil og láta þau
bera sig um blávegu loftsins úr einum stað í annan,
þangað sem best eru lífsskilyrðin. Við mundum allar
gera það sem við gætum til þess að hjálpa þessum fall-
ega vorvini. En viö eigum fleiri vorvini en fuglana,
vorvini, sem þurfa að hafa sferka og þróttmikla vængi,
andlega og líkamlega, til þess að hjálpa sjer og öðrum
í lifsbaráttunni, vorvini, sem eru þeirri menningu ög
mannkostum búnir, að umhverfi þeirra verður í fram-
tíðinni betra og bjartara fyrir starf þeirra og stríð.
Jeg veit að allir skilja það, að jeg á hjer við æskulýð
landsins. Það eru svo mörg tækifæri sem æskan hefur,
svo mörg vegamót, svo ótál atvik, sem heimta það
hlífðarlcmst af lienni, að velja um gott og ilt. »En sá á
kvölina,, sem á völina«, þó af unglingsaldri sje, hvað
þá æskan. Jeg veit að margur segir, og það meö rjettu,
aö nú sje meira gert fyrir æskuna en áður, en mitt á-
lit er, að það sje almennt ekki nóg fyrir hana gert.
Sjerstaklega finst rnjer skorta margt og mikið í far-
slcólum svcitunna. Þar berjast kennararnir víða við
vond húsakynni, erfið ferðalög og,. því miður, sumstað-
ar við skilningsleysi fólks á því, hve afar erfið aðstað-
an er fyrir hið ábyrgðarmikla starf þeirra. Skólatím-
inn er of stuttur, námsgreinar of fáar, sem búa börnin
raunverulega undir lífsbaráttuna. Leikfimi vantar og
verklega kenslu. Mætti bæta dálítið úr því með ung-
linganámskeiöum. Of lítið er líka gert til þess, að góð-
ar minningar tali máli þess liðna. Af þeirri ástæðu og
mörgum fleirum hrynur svo margt til grunna.
Eitt af því, sem þarf að veröa almennt, eru skóla-
ferðalög barna og unglinga. Þau hafa meira að þýða
en margan grunar, bæði fjelagslega og menningarlega.
Þau færa æskunni, ef vel er á haldið, hreina, saklausa
gleði og góða,, raunverulega fræðslu.