Hlín - 01.01.1935, Side 38
86
HUn
Garðyrkja.
Hirðing stofublóma.
Við sem vmnum að garðrækt erum oft spurð ráða
viðvíkjaudi hirðingu stofublóma.
Hvernig og hve mikinn áburð þau eigi að fá.
Hve mikið og hve oft eigi að vökva þau.
Hvort þau eigi að standa í sól eða skugga.
Hvað sje að þeim,. þegar þau hafi ýmiskonar óeðli-
legt útlit.
Jeg ætla að leitast við að svara þessum spurningum
í fáum orðum.
Áburðurinn fer nokkuð eftir því, hvort það eru
blaðplöntur eða blómplöntur,, sem við er átt. Blað-
plöntur þurfa tiltölulega mikið af köfnunarefnisáburði,
minna af fosfórsýru og kah'áburðí. — Blómplöntur
þurfa aftur á mót tiltölulega mest af fosfórsýru og
kalíáburði, minna af köfnunarefnisáburði.
í húsdýraáburði eru öll þessi þrjú áburðarefni, sem
gefaþarf plöntunum. Sje notaður alifuglaáburður, skal
nota minni skamt en af húsdýraáburði, því alifugla-
áburður er mikið sterkari.
Áburðinn eiga plönturnar að fá annaðhvort í moJd-
arblöndun eða uppleystan í vatni. Sje notaður tilbúinn
áburður (t. d. nitrophoska) má ekki láta nema eina
teskeið í 5 1. af vatni. Gæta skal þess, að moldin í pott-
unum sje ekki mjög þur, þegar vökvað er með áburðar-
vatninu, ella getur áburðarblandan sviðið hinar fínu
rætur plantnanna. Einnig skal þess gætt, að áburðar-
lögurinn komi ekki á plöntuna sjálfa, það getur sviðið
blöðin, skyldi það samt ske, verður strax að skola
hann af með hreinu vatni.