Hlín - 01.01.1935, Síða 39
mín 87
Plönturnar eiga að fá áburðinn fyrir vaxtarskeiðið
eða á því.
Það er mismunandi, hve mikið vatn plöntur þurfa,
fer það eftir hita og kulda, sól og skugga, sumri og
vetri,, vaxtarskeiði og hvíldarskeiði, upprunalegu
heimkynni og byggingu plantnanna. Plöntur með
þykkum, hárguðum, safamiklum blöðum og stönglum,
eins og t. d. Cactws, Agava., steinbrjótar og hellu-
hnoðrar þurfa ekki tíða vökvun. — Plöntur með þunn-
um og mjúkum blöðum, eins og t. d. Hortensía, og Adi-
antum, þurfa mikið vatn. Ungar plöntur og á vaxtar-
skeiði þurfa mest vatn. — Ekki ætti að vökva um há-
degisbilið, það kælir plöntumar of mikið, gott er að
vökva með ofuriítið volgu vatni. Vökva skal meira á
sumrum en vetrum,. og meir í hitum en kuldum. —
Með því að banka með hnúanum utan á blómsturpott-
ana, er hægt að vita, hvort plantan þarfnast vatns eða
ekki. Þegar moldin í pottunum er þur, dregst hún
saman, og tómt bil verður milli moldarinnar og pottar-
ins. Potturinn gefur þá frá sjer holt og hvelt hljóð.
Þegar moldin í pottunum er mettuð af vatni, gefur
potturinn frá sér lágt og dimt hljóð. Eklci slcal vökva
nema plöntwrnar þwrfi vatm, en gott er að líta eftir
þeim á hverjum degi, og vökva ef þörf krefur. Gæta
skal þess, að vatn komi ekki á plönturnar við vökvun-
ina, það getur orsakað bletti. Eins skal varast að hafa
vatn á þeim skálum, sem eru undir pottunum, það get-
ur valdið súr. Plöntur eru mismunandi ljóselskar,. fer
það eftir byggingu þeirra, upprunalegu heimkynni og
og aldri. Það fer oft saman, að plöntur, sem þurfa lít-
ið vatn, þola mikla sól,. þau eru útbúín með ýmsum
varnartækjum, sem hindra uppgufun, hárum og þorn-
um, eins og t. d. Cactus. Plöntur, sem þrífast best í
skugga,, þurfa mikið vatn, eins og t. d. Bregner, Adi-