Hlín - 01.01.1935, Síða 42
40
tílin
þeirra, því betri, fallegri og fullkoranari verða þær tii
gleði fyrir eigenduma.
Anna Gunnarsdóttvr, garðyrkjukona.
Um geymslu grænmetis á sveitaheimilum.
Grænmell á nð rtekla. —
Græninell á nð geyma vel.
Lærið af hagamúsunum, þær grafa hoJur í jörðina
og geyma þar kálmetið fyrir sig og unga sina.
1. Þurkið skarfakál, hvannir, spínat, kjörvel, græn-
kál, steinselju (persille) yfir eldavjel, úti eða við mið-
stöð. Eispið blöðin af stönglunum og geymið í glerílát-
um með góðu loki. — Þui'kið líka bláber og íslenska
ætisveppi. — Þurkið vei blöðin og ytri húðina af sjálf-
ræktuðum matarlaukum, svo laukurinn sjálfur rotni
ekki.
2. Notið mðursuðuglös og dósir sem mest,:i: þið get-
ið þá borið á borð blómkál, gulrætur, sykurertur og
hvítkál með dilkaketi og ýmsum öðrum mat, er gesti
ber að garði.
3. Geymið rauðrófur (rödbeder) og blandaö græn-
meti (mixed pickles) í edikskryddi eða sýrukryddi, þá
þarf ekki þjettlokuð glös.
4. Búið til saft og suliu úr rabarbara og ýmsum
berjum.
5. Lærið að búa til súrkaL* ** Súrkál inniheldur mjólk-
ursýru og bætiefni. —
0. Byggið góð jarðhús til að geyma í kartöfJur og
rófur. — Iíafið góða loftræstingu í jarðhúsinu og
* Við hjónjn keyptum okkur 50 niðursuðuglös og dósir, er við
giftum okkur, og hefur það reynst okkur hin beta eign.
** Lýsing í bók Helgu Sigurðardóttur: »150 jurtarjettir«,