Hlín - 01.01.1935, Síða 50
48
HUn
aí' burstum og sópum,. en nú eru framleiddar yíir 100
tegundir og þar að auki nokkrar tegundir af burstum,
sem eru snúnir úr vír og svo málarapenslar marg-
ar tegundir. Árið 1934 voru framleidd 55000 stykki af
burstum og sópum, þar af 8000 fiskþvottaburstar.
Lífstykkjabúðin, Hafnarstræti 11, Reykjavík,
var stofnuð 1. mars 1916. Hún saumar lífstykki, kor-
selet, brjósthöld, mjaðmarbelti, magabelti, sjúkrabelti,
umbúðir og bindi fyrir spítala og lækna, einnig sér-
stök stuðningsbelti fyrir vanfærar konur og brjósthöld
fyrir konur, sem hafa börn á brjósti, eftir beiðni og fyi-
irsögn ljósmæðra, einnig eru aliar viðgerðir og breyt-
ingar sem óskað er af hendi leystar. Mjög mikið gert
að því að breyta og lagfæra lífstykki, er konur haí'a
keypt í öðrum búðum, án þess að láta taka nákvæmt
mál. Við höfum mjög góðar saumavjelar, er ganga
fyrir mótor, einnig allar aðrar tilheyrandi vjeiar. Við
saumum hjer á saumastofunni 60—100 stykki eftir
pöntunum á mánuði fyrir utan allar viðgerðir og
breytingar. Jeg læt einnig konur út í bæ sauma lítið
eitt, en því miður er mjög erfitt við það að eiga, þar-
eð ómögulegt er að keppa við útlenda vinnu. Jeg hef
fengið vinnulista frá Þýskalandi og Danmörku, en
verð hjer að greiða fjórum sinnum hærra fyrir tylft-
ina en saumastofur og verksmiðjur þar gera. Hef jeg
því orðið að takmarka þessa vinnu mikið, annars var
það hugmyndin að koma á stærri verksmiðju til þess
líka að geta saumað fyrir verslanir og kaupmenn.
Við saumastofuna starfa nú 5 konur.
Elisabet Kristjánsdóttir Foss,