Hlín - 01.01.1935, Síða 51
49
Hlln
Silfurkeilan.
Undanfarandi sex ár hefur Sveinbjörn Jónsson,.
byggingameistari á Akureyri, gert tilraunir með að
búa til skúri- og ræstiduft úr vikri. Aðalefnið er vikur,
en að sjálfsögðu blandað með sápu- og sódaeínum,
sem önnur þesskonar duft. Hefur ræstiduft þetta geng-
ið undir nafninu »Dyngja«, vegna þess að vikurinn er
kominn frá Dýngjufjöllum. Skúriduft Svembjarnar
hefur flestum líkað vel, en nokkrum þótt það heldur
gróft. Nú virðist honum hafa tekist að búa til ræsti-
duft, sem allir geta verið ánægðir með til venjulegra
heimilisnota. Hefur hann einnig búið út nýjar, hand-
hægar umbúðir, pappakeilu, málaða með vatnsheldu
aluminiumbronsi. Hefur hann valið duftinu nafn eftir
umbúðunum og kallar það »Silfurkeiluna«. — Ræsti-
duft þetta er svo að segja algerlega innlent. — ls-
lenskar húsmæður ættu að minnast þess, og reyna, a.
m. k. gæði þessarar innlendu vöru og sjá, hvort hún
jafnast ekki á við þá útlendu. — útsöluverðið er 40
aurar hvar sem er á landinu. Virðist það verð vera
fyllilega samkeppnisfært við útlent skúriduft.
Kassagerð Reykjavíkur.
Kassagerð Reykjavíkur er stofnuð í júlí 1932 af
trjesmiðunum Kr. Jóh. Kristjánssyni og Vilhjálmi
Bjamasyni.
Það kom þegar í ljós á fyrsta ári, að full þörf var
fyrir slíka verksmiðju, því á tímabilinu frá miðjum
júlí til áramóta voru unnir 18000 kassar. Aðallega
voru þessir kassar notaðir undir fisk til útflutnings.
Mestur hluti framleiðslunnar eru kassar undir fisk,
sem er ýmist frystur, ísvarinn eða þurkaður. Einnig
4