Hlín - 01.01.1935, Side 60
58
HUn
Jeg fjekk smiðju áð láni hjá ágætum járnsmið og öll
verkfæri, á öðrum stað fjekk jeg rennismiðju, en
grindina smíðaði jeg í Völundi. Allir smiðir litu mig
velvildaraugum og þráðu að sjá þessa vjel. —
Nú voru breyttir tímamir, komnar á fót kembivjel-
ar víðsvegar og kvenfjelög að færast yfir landið árin
1916—20.
Jeg smíðaði 5 vjelar í Reykjavík og voru það lista-
menn og smiðir sem pöntuðu þær hjá mjer. Jeg seldi
vjélarnar nú á 600 kr. og var það þolanlegt verð, þó
alt væri í hæsta verði eftir blóðbaðið mikla.
Jeg flutti mig til BJönduóss 1922 með dóttur minni
og tengdasyni. Þar smíðaði jeg eina vjel og seldi, en
átti örðugt með að koma mjer upp áhöidum til að
smíða þær með. Var þetta seinasta spunavjelin, sem
jeg smíðaði, var jeg þá 65 ára gamall. —
— Nú kom þjóðhátíðin mikla 1930 og fór jeg þá á
Þingvöll og sá öll stórmerki þjóðhátíðarinnar. Svo fór
jeg til Reykjavíkur til að sjá ýmsar framfarir á ís-
lenskum smíðisgripum, en mest þráði jeg að koma á
sýninguna. — Þegar jeg kom inn i spunavjélastofuna,
voru þar 2 vjelar af minni gerð og sinn spunamaður-
inn við hvora. Annar maðurinn hrópaði, þegar jeg
kom inn: »Þarna kemur uppfyndingamaðurinn, Al-
bert Jónsson!« — Þetta var Einar Sveinsson frá
Leirá, við þektumst frá fyrri viðskiftum (Einar hafði
smíðað 12 vjelar og selt víðsvegar). — Hinn maðurinn
var Jón Gestsson frá Villingaholti, hann hafði jeg
ekki sjeð fyr, en honum var mjög ant um að spjalla
út í spunavjelasmíði. Hann sagði mjer, að hann hefði,
ásamt tveim sonum sínum, smíðað 40 vjelar af minni
gerð og hjeldi því smíði áfram.
— Það gleður mig á gamals aldri (78 ára 11. júní
1935) að þessar litlu vjelar, sem jeg hafði svo mikinn
huga á að kæmust út um landið, hafa nú náð áliti og