Hlín - 01.01.1935, Qupperneq 78
76
Hlin
bæði með krosssaum og- öðrum útsaum, prjónaði út-
prjón, óf sokkabönd, bæði með tíglum og sljett, slingdi
illeppa og óf spjaldvefnað. Um það leyti, sem við fór-
um til Ameríku 1903, vissi jeg ekki til að fleiri kynnu
spjaldvefnað hjer á landi en móðir mín og önnur kona
til, og ein eða tvær stúlkur, sem móðir mín kendi hann
rjett áður en hún fór um veturinn. Máske þessi eina
kona hafi verið Petrína Pjetursdóttir, sem óf spjald-
vefnað á Landssýningunni 1930. Er fögnuður til þess
að vita, að hann skuli ekki gleymast, það er æfagömul
list. Hef jeg sjeð linda eftir móður mína frá konu
hjer í Ameríku, sem henni var gefinn að heiman og
konan hafði hann til að hengja upp fjölskyldumynd-
irnar í bestu stofunni hjá sjer. Líka ljet systir mín
spjaldvefnaðarlinda eftir móður mína á ríkissýning-
ar hjer, sem haldnar hafa verið og hlaut hann viður-
kenningu. Eins hef jeg sett á sýningar eftir hana bæði
skatteraðar sessur og prjónaskap, sem alt hefur hlotið
verðlaun. Hún var mesta tóskaparkona, fíntætt og
mikilvirk á spuna. Á jeg pjötlu af kjól, sem hún spann
og vann í rjett eftir að hún giftist, áður en börnin
fæddust, hefur hún þá verið 22 ára gömul. Þráðurinn
allur tvöfaldur, en einfalt ívafið. Alt litarband, marg-
litt. Er snild að sjá þá vinnu, fínleg og falleg, litunum
smekklega raðað niður. Jeg geymi pjötluna eins og
annan helgan menjagrip. Hún óf, þegar hún var ung
stúlka, en ekki eftir að hún giftist, enda hafði hún
þá nægilegt annað að gera. Hún var kappsöm og dug-
leg spunakona, fanst ekki mikið til um þá spunakonu,
sem ekki spann 20 knekka hespu á dag, 50 þræðir í
knekki og 3 álnir hesputrjeð í kring. Henni varð ekki
mikið fyrir því að spinna stundum á aðra og stundum
tvær hespur á dag, ef hún hafði kembur. En hún of-
reyndi sig nú samt við spunann, því hún var svo í tvö
ár að hún þoldi ekki að stíga rokk, hafði hún þó æfin-