Hlín - 01.01.1935, Page 81
Hlin
79
hcf jeg hugsað um og dáðst að listfengi móður minn-
ar og undrast, hve fjölhæf hún var, þegar þess er
gætt, að hún hafði aldrei lært neitt, nema það sem hún
sá hjá öðrum og hugurinn greip strax, má segja þar
»að náttúran er náminu ríkari«. Hún var aldrei iðju-
laus, hafði allsstaðar verk til að grípa í, þoldi illa að
sjá aðra iðjulausa. Var leitað til hennar utan heimilis-
ins með snið og að sníða og sauma föt og hvað annað,
sem hún gerði mikið af. Segi jeg það ckkert um of, að
móðir mín var á sínum tima fjölhæfust, kappsömust
og útsjónarmesta búkonan í sinni sveit. — Þrátt fyrir
alt þetta kapp við það verklega áminti hún iðulega
okkur börnin um að taka okkur b’ók í hönd og lesa
og læra eitthvað gagnlegt og fróðlegt, hún minti okk-
ur á að biðja Guð að vera æfinlega með okkur, styðja
okkur og leiða á sínum dygðaríka vegi. Hún Ijet okk-
ur lesa morgun- og kvöldbænir, signa okkur og lesa
faðirvorið, er við komum út á morgnana, biðja Guð
að blessa okkur matinn og ekki fórum við svo út fyrir
túnið á aðra bæi, að við læsum ekki ferðamannasálm-
inn: »ó, þú guðsbarna geymarinn« o. s. frv. Hann er
nú ekki orðinn tískusálmur lengur, búið að taka hann
úr öllum yngri sálmabókunum. Það hvílir engin skylda
eða löngun hjá mæðrunum að kenna börnunum sínum
hann nú, frekar en svo margt annað. Mjer er mörg
sælurík gleðistundin í minni, er við bömin fengum að
fara með foreldrum okkar til kirkju. Þegar við vorum
sest á bak, prúðbúin, riðum við hægt úr hlaði, meðan
allir lásu með sjálfum sjer ferðasálminn og bænina.
Hvað trúareinlægnin var foreldrum mínum hjartfólg-
in og breiddi blessun út frá sjer, það er ekki hægt að
þakka sem skyldi. Að þetta skuli alt vera að glatast
er hörmung. Það er altaf einhver óljós vonargeisli,
sem hreyfir sjer í brjósti mínu, að þetta lifni við
aftur á blessaðri ættjörðinni, og það verði heimaþjóð-