Hlín - 01.01.1935, Page 86
84
tílín
.7 ár eftir það og var 10 ár blindur. Það bar hann með
sálarþreki og stillingu. Hann dó 6. sept 1917.
Blessuð og ógjeymanleg sje minning þeirra.
Ingibjörg Hóseasdóttir.
Mozart, Sask., Canada.
Eldurinn.
Uppruni hans og notkun.
Eldur uppi! Eldur uppi!
ótti og skelfing grípur mann, þegar eldurinn er
leystur úr læðingi, þegar hann er orðinn húsbóndi og
hæstráðandi í stað þess að vera hlýðinn og viljugur
þjónn, þarfasti þjónninn í allri lífsbaráttunni.
óratími er síðan þessi trylta höfuðskepna æddi um
jörðina og ummyndaði hana. óratími síðan maðurinn
tók hana í þjónustu sína, fjekk tamið hana og gert
sjer hana undirgefna.
Vísindin hafa sannað af fomleifafundum, að mað-
urinn hefur notað eldinn um margar þúsundir ára,
það hefur tekið langan tíma að hafa eldsins full not,
það hafa ekki allar frumstæðar þjóðir jarðarinnar
enn lært, því sumar þeirra sjóða ekki matinn, heldur
steikja á teini og mýkja milli heitra steina.
Vísindin komast æ betur og betur að raun um það af
rannsóknum sínum, að maðurinn á sjer afar langa
og merkilega þroskasögu, bæði andlega og líkamlega.
Þau gera enganveginn lítið úr þeirri »menningu«, sem