Hlín - 01.01.1935, Side 88
86
Hlin
Margt er svo náskylt i fornleifafUndum og' frum-
venjum þjóðanna, að full ástæða er til að ætla, að
heimsálfurnar hafi á fyrstu tímum mannkynsins ver-
ið ein heild, er hafi við j arðbyltingar klofnað hver frá
annari.
Á þessari framfarabraut mannsins gegiium þúsund-
áraraðir hefur það ekki verið lítilsvert atriði, er hann
fjekk gert sjer dýrin undirgefin, gat látið þau Ijetta
undir með sjer í lífsbaráttunni. Hundurinn hefur fylgt
manninum frá ómunatíð sem tryggur förunautur, hjá
frumbyggjum Ástralíu er hann enn eina húsdýrið. —
Það hefur vakið undrun og aðdáun vísindamanna, sem
valið hafa sjer rannsókn þeirra að viðfangsefni, hve
mikið hugvit og hve næmar tilfinningar dýrin hafa
til að bera. Munurinn á lægstu mönnum og fullkomn-
ustu dýrum er eftir þeirra skoðun ekki svo ýkjamikill.
— »En málið hafa mennirnir þó fram yfir dýrin«, er
sagt. »Gerið ekki of mikið úr því, vinir mínir«, segir
vísindamaðurinn, »lægstu menn komast af með 300
hljóð, en bæði hjá öpum og hjá sumum dúfnategund-
um hafa verið greind 30—40 hljóð«. — »En verkfær-
in, ekki nota dýrin verkfærk. — »Jú«, segir apafræð-
ingurinn, »jeg hef sjeð apa í dýragarði brjóta hnetu
með steini, og hann hnitmiðaði höggin svo að þau
voru einmitt hæfilega þung til þess að brjóta skurnið
án þess að skemma kjarnann. Og þekkja ekki allir
hesta og hunda, sem notað hafa verkfæri til þess að
koma vilja sínum fram: Opna hurðir o. fl. — Þó dýr-
ið geti ekki gert sjer hugmynd um óhlutlæg efni, eins
og maðurinn, þá hefur þaö vit, minni, vilja og til-
finningar. — En þá óviðjafnanlegu yfirburði hefur
maðurinn fram yfir dýrin, aö hwnn þekkir eldimi og
hef'ur hert- að hagnýta sjer hann, þaS hefur dýrið
aldrei lært. Ekkert atvik á þroskabraut mannsins um
þúsundir ára hefur haft jafnmikla þýöingu fyrir hann