Hlín - 01.01.1935, Page 95
Hlín
93
;jurtagarð«. — Eftir 2. tíma dvöl var svo haldið alla
leið að Kaustur-Möðruvöllum. Fengu bömin að skoða
þar kirkjuna og Guðbrandarbiblíu, sem óvíða er til;
letrið á henni er nú flestum skólabörnum hreinasta
hebreska. Einnig skoðuðu börain kirkjugarðinn, sem
geymir leifar merkra og góðra manna, eins og fleiri
slíkir reitir. Er of lítið gert að því að gróðursetja trje
í kirkjugörðum, svo að þeir beri vott um líf ekki síður
en dauða.
Þó að þetta sumarferðalag stæði ekki yfir nema
einn dag, höfðu börain mjög gaman af því. Er ólíku
saman að jafna að lesa um sögustaði eða að sjá þá. At-
hugunargáfa bamanna skerpist, fjelagsandi þroskast
og hver veit nema að góðar minningar frá þessum
ferðalögum hlýi huga þeirra margan kaldan dag
seinna á æfinni.
Skólanefndin kom sjer saman um að efna til nýrrar
ferðar sumarið 1933 og láta börnin sjálf starfa að
samkomu til þess að hafa inn fje og draga þannig úr
kostnaði við ferðalagið. Hafði skólanefndin þar til
fyrirmyndar hinn ágæta barnaskólastjóra Snorra Sig-
fússon á Akureyri. Lætur hann skólabörn hafa fjöl-
breytta og skemtilega samkomu á hverjum vetri og
fer svo með börnin í ferðalag að vorinu.
Börain í Saurbæjarskólahjeraði höfðu svo samkomu
síðdegis á annan í hvítasunnu og kom inn talsvert fje.
Var nú ákveðið að fara til Sauðárkróks. Þrjátíu manns
tók þátt í förinni, flest fullnaðarpi’ófsbörn og næsti
árgang-ur á undan. Varð hver að sjá sjer fyrir fæði;
höfðu börnin það með sjer. Borguðu fullnaðarprófs-
börnin aðeins kr. 2.00 í fai’gjald, en aðrir kr. 5.00.
Skólanefnd sá um sameiginlegt kaffi handa öllum.
Lögðum við af stað í góðu veðri 1. júlí. I förinni
var aðalkennari farskólans, Pálmi Kristjánssoi; og