Hlín - 01.01.1935, Side 98
9(5
Hlln
eflaust betur að vekja bergmál klettanna, en skáldinu
að finna bergmál í brjóstum samtíðarmanna sinna.
Mátti segja um hann, eins og marga fleiri andans
menn fyr og síðar, aö »Heiönyrðingur heimsins kaldur
hamingjuvoðum stóð í gegn«. — En bót er það í máli,
að hann hefur þó fundið gimsteina í mannfjelaginu,
eins og hann sjálfur segir í vísunni:
»Víða til þess vott ég' fann,
þótt venjist tíðar hinu,
að Guð á margan gimstein þann,
sem glóLr í mannsorpinu«.
Seint um kvöldið komum við á Sauðárkrók og feng-
um þar mjög vinsamlegar viðtökur. Tóku þeir á móti
okkur Jón Björnsson skólastjóri og Pjetur Sighvats-
son símstjóri. Fór sinn hópurinn með hvorum þeirra
heim í þeirra eigin hús. Á heimilum þeirra lætur hin
sanna íslenska gestrisni mann gleyma því, að maður
sje í raun og veru gestur. — Sumt af fólkinu fjekk
gistingu á Hótel Tindastól, nokkrir höfðu tjald með
sjer og sváfu í því um nóttina.
Morguninn eftir, sunnudaginn 2. júlí, var ágætt
veður, sólskin og sunnangola. Fóru þeir Jón Bjömsson
og Pjetur Sighvats með ferðafólkinu upp fyrir bæinn,
er þar víðsýni mikiö, og fagurt um að litast yfir sjó,
eyjar og land. Voru teknar myndir af fólkinu við hinn
fallega kirkjugarð Sauðárkróks, og skemtu allir sjer
hið besta.
Oft finst okkur til um það hvað góðu dagarnir hafa
hraðfleyga vængi, og svo fór í þetta sinn. Áður en
varði var þessi skemtilega viðdvöl á Sauðárkróki lið-
in, og kL 12/2 kvöddum við góða og gestrisna kunn-
ingja og hjeldum sem leið liggur fram Skagafjörð.
Var dvalið um stund hjá Vörmuhlíð, og gekk flest
fólkið upp á Reykarhól. Þaðan sjást 9 kirkjustaðir.