Hlín - 01.01.1935, Page 99
97
Hlín
Einn þeirra er Flugumýri, þar varð brúðkaup eitt-
sinn að brennuhörmungum. — Einnig sjest Haugsnes,
þar lá rúmt 100 manns í valnum eftir mannskæðustu
orustuna hjer á landi. Hefur þá margur átt um sárt
að binda og mörg »Kolfinna« mátt gráta ástvini sína.
Næsti áfangastaður okkar var Víðivellir, mættum
við þar enn á ný hinni ágætu gestrisni Skagfirðinga.
Var í ráði að ganga upp að örlygsstöðum, en vegna
rigningar varð eklci af því. Steinsnar fyrir norðan
Víðivelli er Miklibær, undrast maður að sjera Oddur
gat týnst á svo skammri leið.
Var nú lagt af stað frá Víðivöllum og hvergi dvalið
fyr en komið var inn í Eyjafjarðarsýslu. Hituðum
við okkur kaffi í Bakkaseli. Var það nokkurskonar
skilnaðargildi. Eftir að viö íorum frá Bakkaseli höfð-
um við hvergi viðdvöl fyr en á Akureyri, 10 mínútur.
Var okkur boðið upp í Barnaskóla, en því miður gát-
um við ekki sint því vinsamlega boði vegna þess að
dagur var að kvöldi kominn. Mörg börnin áttu langa
leið fyrir höndum heim .til sín, en aðkallandi heyannir
að morgni. Var nú haldið áfram fram Eyjafjörð og
smáþyntist fylkingin, uns allir voru komnir heim til
sín.
Sendum viö svo öllum hlýjar þakkir, sem sýndu
okkur vinsemd og gestrisni eða greiddu ferð oklcar á
einhvern hátt.
Sigurlina R. Sigtryggsdóttir.
V