Hlín - 01.01.1935, Side 102
100
Htin
aður með skápum og bekkjum, og tíðum svo haganlega
og smekklega fyrir komið, að sem heild er það dálítið
listaverk. Á sama tíma þykjast margir smábændur
hjer heima ekki komast aí' með mirina en íbúð á tveim-
ur hæðum, með 4—5 allstórum sjerstökum svefnher-
bergjum,. dagstofu, gestastofu, o. s. frv., o. s. frv. Það
er full ástæða til að alvarlcga sje hugsað um þessi mál,
og í sambandi við það langar mig til að birta hjer tvo
tillögu-uppdrætti að smábýlum til athugunar. Jeg geri
alls ekki ráð fyrir að þeir sjeu fullnaðarúrlausn á
þessum málum, en þó tilraun í þá átt, sem að þarf að
stefna.
Á fyrri teikningunni er gert ráð fyrir íbúð á smá-
jörð, þar sem venjulegast yröi ekkert vandalaust fólk.
Húsið er aðeins ein hæð, hvorki ioft nje kjallari. Því
er skipt niður í tvöfaldar bæjardyr,. baðstofu, svefn-
herbergi og eldhús. i svefnherberginu gætu eitt til
tvö yngri börn sofið auk hjónanna. Rekkjum barnanna
mætti koma fyrir svipað og tíðkast í. skipum, þ. e.
einni upp af annari, og getur það farið vel, en sparar
húsrými. í baðstofunni, sem er allstór, gætu tveir til
þrír sofið, og hefur mjer, í sambandi við það, dottið í
hug útbúnaður, sem mjög tíðkast í Vesturheimi, en
það er hið svo kallaða veggrúm (wallbed). Einn metri
af enda herbergis er þiljaður af og þar settar dyr á.
Sjerstaklega gert rúmstæði er síðan fest við hurðina
og annan dyrastaf, og þannig fyrir komið, að þegar
rúmið er ekki í notkun, má reisa það upp á enda með
rúmfötum í. Þegar hurðinni er Iokað,. fellur það á und-
an henni í klefann, og er þannig hulið augum. Þessi
útbúnaður er æskilegur, en fremur dýr, og væri því
ráðlegt að gera nokkrar breytingar á. Rúmið mætti
eins geyma í skáp, sem staðið gæti í stofuhorni. Einn
slíkur skápur hefur vcrið smíðaður hjer,. og virðast