Hlín - 01.01.1935, Qupperneq 110
108
HUn
almenna. FJeira hafði hún sagt þessu líkt, aðeins dá-
lítið öfgakendara. — Amma hennar hafði horft á
hana rólega, lofað henni að masa út, en þegar hún
hjelt að litla.stúlkan sín væri búin að segja alt, sem
hún vildi og þyrfti að segja, varð henni þetta að orði,
um leið og hún lagði pí’jónana stillilega í kjöltu sjer:
»Mjer birtir fyrír augum, þegar jeg hugsa um alla
þá ágætu karlmenn, sem jeg hef kynst á lífsleiðinni«. *
— Það var því engin furða, þó Sólveig litla yrði hálf-
skömmustuleg, þegar amma hennar tók þetta svona
alvarlega, en hún áttaði sig fljótlega, gekk til hennar,
tók báðum höndum um hvítlokkaða, fallega höfuðíð,
kysti ömmu sína blíðlega á ennið og sagði brosandi:
»Það er víst engin tilviljun, elsku amma mín, að jeg
leitaði fyrst til þín með þetta vandamál mitt, heldur
mikið fremur vegna þess, að þú hefur æfinlega hjálp-
að mjer, þegar mjer hefur legið mest á, síðan jeg
man fyrst eftir mjer. Segðu mjer nú eitthvað fallegt
um karlmennína þína, góða annna mín, jeg vil svo
gjarnan vita eitthvað mikið gott um þá. Og það sem
þú segir er æfinlega sannleikur, ekkert nema sann-
leikur«.
Gamla konan brosti innilega til sólargeislans síns,
greip prjónana sína á ný og mælti: »Allar ungar
stúlkur bera leynda þrá í brjósti eftir að heyra eitt-
hvað mikið gott sagt um karlmennina, annaðhvort
þor þeirra og dug eða drenglyndi þeirra og gáfur, og
þetta er mjög eðlilegt. öll þeirra framtíðarhamingja
veltur á því, að lífsförunauturinn, sem þær dreymir
um, og sem þær að síðustu velja sjer, hafi sem mcst
af þessum karlmannlegu dygðum til að bera. —
Fyrsti karlmaðurinn, sem konan elskar er, að öllu
sjálfráðu, faðir hennar, og um það hefur þú sjálf
vitnað, barnið mitt. — Ást og umhyggja föður míns