Hlín - 01.01.1935, Qupperneq 113
111
HUn
»Jú, góða mín, altof oft sýndist sitt hvoru, og hjelt
þá hvort okkar fyrir sig fast við sína meiningu, því
máttu trúa. — Það er hverju orði sannara, að það er
ömurlegt að hlusta á hjónadeilur, ekki síst fyrir ung-
iinga eins og þig, en það er af því að þú hlustar á
sennuna, en ekki á sættina,, vina mín. »Hjónasenna er
eins og maímjölk, hefur einhver vitrlngur sagt, og
það er hverju orði sannara«. — Sólveig hló lítið eitt,
en segir síðan: »EIsku amma mín, geturðu ekki sagt
mjer eitthvað af honum pabba mínum,, þegar hann
var lítíll?« — »Hvort jeg get, jú,, jeg held nú það«, og
nýjum ljóma brá fyrir í augunum. »Yndislegra barn
hef jeg aldrei þekt, nema þá þig, geislinn minn. Svör
hans og spurningar, þegar hann var lítill, líða mjer
síðast úr minni, það er jeg viss um. — Jeg átti stund-
um erfitt, þegar jeg var að hjálpa eldri börnunum að
klæða sig á morgnana, en varð jafnframt að sinna
yngsta barninu. Einu sinni man jeg, að jeg sagði til
þess að gera mig og börnin rólegri: »Við skulum vera
góð, elskurnar litlu, Guð hjálpar þeim sem hjálpar
sjer sjálfur«. Pabbi þinn var þá þriggja ára og var
einmitt á leiðinni til mín, til þess að biðja mig að
' hneppa axlaböndunum sínum. Um leið og hann leggur
hendur um háls mjer, segir hann blítt og barnalega:
»Já, mamma er minn Guð«. Þ.ú hefðir átt að sjá ynd-
islega andlitið hans þá og fögru augun, sem skinu eins
og stjörnur á heiðum vetrarhimni. Oft kom hann til
mín þar sem jeg var við verkin mín, kysti mig á
augun, ennið og hendurnar og sagði: »Mamma er eng-
illinn minn«. — Margir drengir vaxa upp úr því að
vera »mömmudrengir«, þegar 'þeir eru fullorðnir. En
jafnvel nú, eftir að hann á sjálfur fullorðinn börn,
bíður hann. þess með lotningu, að jeg signi hann í
hvert skifti, sem hann fer eitthvað lengra til. Máske