Hlín - 01.01.1935, Page 115
tilin 113
Vel ykkur vökumenn þjóða,
vel ykkur konungar ljóða,
um kvenhylli kunnið að letra,
og hvað er í heiminum betraV
ísalands ágætu synir,
ungu, norrænu hlynir,
ástúðin vefji ykkur örmum
óskií't í gleði og hörmum.
Hildur Baldvinsdóttir.
Til athugunar.
Þegar ríkisútvarpið tók til starfa, hlotnaðist lands-
mönnum eitt hið mesta menningartæki og um leið eitt
hið gleðilegasta tímanna tákn. Þar voru loks komnir
möguleikar til þess að brúa íjarlægðir og svifta hinni
lamandi einangrun af strjálbygðum sveitabæjum, auka
menningu og glæða skilning á göfugum listum, vekja
samúð og færa mennina nær hver öðrum.
Sveitafólkinu, sem lifað hafði langa vetra í fámenni
og tómleika einangrunarinnar, var með útvarpinu opn-
aðar dyr inn í þá heima, er það annars aldrei hefði
fengið að kynnast.
Slík gjörbreyting til góðs verður ekki metin nje
þökkuð nema með því einu að leggja fram alt sitt
besta og læra að notfæra sjer þessi óvæntu gæði á sem
bestan og hagkvæmastan hátt.
Jeg skal talca til dæmis messurnar. Þær þurfa að
8