Hlín - 01.01.1935, Page 119
ffltn
117
Varastjórn: AÖalbjörg Sigurðardóttir, Guðrún Geirsdóttir og'
Margrjet Jónsdóttir.
Hemilisiðnaðcurfjelag fslands hefur annast heimilisiðnaðar-
kenslu í Reykjavík s. 1. vetur. Það hefur haldið námsskeið í
fatasaum fyrir um 100 húsmæður og ungar stúlkur. Það hefur
veitt fjelögum, skólum og einstökum mönnum ýmislega aðstoð
við að kenna heimilisiðnað, það hefur útvegað fjelögum, skólum
og einstökum mönnum efni, áhöld og fyrirmyndir til heimilisiðn-
aðar, það hefur veitt vefjarkonu í Reykjavík ókeypis húsnæði
og áhöld, til að gera tilraunir með vefnað á húsgagnafóðri til
sölu, það hefur tekið þátt í sýningu á heimilisiðnaði, sem hald-
in var í Finnlandi sumarið 1934 og styrkt fulltrúa Islands til
að sitja þar norrænt heimilisiðnaðarþing, það hefur styrkt út-
gáfu íslenskrar vefnaðarbókar, það hefur látið mönnum í tje
leiðbeiningar og upplýsingar um ýmislegt, sem heimilisiðnaði
viðvíkur, það lagði leiðbeinanda almennings í heimilisiðnaðar-
málum (H. B.) til 200 kr., til þess að gera tilraun með fram-
leiðslu ullar-söluiðnaðs í Reykjavík, bæði til verslana (veiðar-
færa- og skóbúða) og til fátækrastjórnar bæjarins handa þurfa-
mönnum sínum.
Skýrslufonn K. I. Vorið 1934 sendi Kvenfjelagasamband ls-
lands skýrslufoi-m í alla hreppa landsins (til kvenfjelaga þar
sem þau voru til) og óskaði eftir upplýsingum um heimilis-
iðnaðarframleiðslu og um hvað til væri af áhöldum, er notuð
eru til þoirrar iðju. Flest komu svörin úr sveitum landsins.
Þau leiða það í ljós, að mjög mikið er unnið að ýmiskonar
iieimavinnu ennþá í landi voru, sem betur fer — ótrúlega mikið,
þegar þess er gætt, hve lítið er um vinnukraft víða í sveitum
landsins. Það er prjónað, saumað og ofið, smíðað trje og járn,
unnið hrosshár o. fl. o. fl.
Spunavjelum og prjónavjelum fjölgar stöðugt, einkum eftir
að menn fóru að fá styrk til þeirra (að y3), brátt læra menn
að notfæra sjer þau fríðindi, einnig fyrir vefstóla og annað
það, sem vefnaði tilheyrir. Það sem sjerstaklega tefur fyrir nú
er, að kembivjelar eru of fáar, einkum er það bagalegt fyrit
Austfirðingafjórðung að hafa ekki kembivjelar.
Skýrslurnar taka það fram, nær því undantekningarlaust, að
eklcert sje framleitt til sölu, aðeins unnið til heimanotkunar,
enda er það mjög eðlilegt, að tími vinnist ekki til annars. Kaup-
staðir og kauptún, sem tímunum saman há stríð við atvinnu-
leysið, ættu aftur á máti að geta framleitt margt til sölu.
Margar skýrslurnar eru prýðilegar og auðsjáanlega mikið