Hlín - 01.01.1935, Síða 122
120
Hlin
ur húsbyggingarsjóður með kr. 372.87. 9) Matjurtagarður fje-
lagsins starfræktur eins og að undanförnu. 10) Fæddar voru
8 sængurkonur. 11) Á árinu gengu 10 konur í fjelagið og eru
meðlimir þess nú 42. Jórunn Hannesdóttir (forstöðukona).
Frá »Kvenfjelagi Biskupstungna«: — Fjelagið hefur haft á
sínum vegum í vetur starfandi hjálparstúlku. Hefur sú starf-
semi lánast ágætlega og komið í verulega góðar þarfir. — Fje-
lagið hefur frá byrjun látið sjer mjög ant um heimavistar-
barnaskóla sveitarinnar, lagði fje í vönduð útvarpstæki, sem
sóknarprestur gekst fyrir að kæmu í skólann, var frumkvöðull
að því, að handavinnukensla var tekin upp í skólanum og tek-
.ur þátt í efniskaupum til vinnunnar. Hefur þetta orðið skólan-
um til mikiila heilla, því bæði kennari og ráðskona eru samval-
in í því að gera þessa námsgrein barnanna sem skemtilegasta
og fjölbreyttasta. Mun leitun á barnaskóla í sveit þar sem
jafnmikið og fjöibreytt er unnið á veturna. — 1 vor ætlar
kvenfjelagið að koma upp leikvelli fyrir börnin. — óþrjótandi
verkefni eru fyrir hendi, en margir og miklir örðugleikar á
að framkvæma. S.
Vorvika kvenna í ReyJcjanesi við fsafjaröurdjúp var haldin
12.—20. júní í heimavistarskóla þeim, sem Reykjafjarðar- og
Nauteyrarhreppar reistu á s. 1. ári fyrir 40 börn og unglinga.
Voru þavna 35 konur úr hjeraðinu samankomnar og æfðu þær
sig í sundi, útiíþróttum, matreiðslu matjurta og handavinnu.
Erindi voru flutt og mikið spilað og sungið. Fjölmenn skemt-
un var haldin, þar sem konurnar önnuðust skemtiatriðin að
öllu leyti. Skólastjórahjónin, Aðalsteinn Eiríksson og Bjamveig
Ingimundardóttir og kennarinn, Eiríkur Stefánsson, gerðu alt
semíþeirra valdi stóð tii að gera konunum dvölina sem ánægju-
legasta og gagnlegasta, slíkt hið sama gerðu þýsku hjónin,
Ernst Freserþus, garðyrkjumaður, og kona hans, sem þarna
eru búsett. — Halldóra Bjarnadóttir, sem var gestur sSælu-
vikunnar«, hafði sýningu meðferðis og sagði konum til í handa-
vinnu.
Ráðgert er að halda þessa vorviku árlega og munu húsfreyj-
ur hjeraðsins fagna því.
Búnaðarsamband AustuHands gaf Sambandi austfirskra
kvenna 1933 umráð yfir 1000 kr. til að styrkja einstaklinga
og fjelög til kaupa á spunavjeium, prjónavjelum og vefstólum.
Búnaðarsamband S.-Þirigeyjarsýslu veitir Sambandi S. 1>.
kvenna kr. 500.00 á ári, er skiftist milli deildanna til vefstóla-
kaupa,