Tímarit um uppeldi og menntamál - 01.01.1889, Blaðsíða 9
9
eins langt og hið sænska, og er málfræðingurinn Paul
Passy, sem ferðaðist hjer uin firir uokkrum árum, einn
af forgöngumönnum þess ásamt fleiri ágætum vísinda-
mönnum. pessi sami maður gefur og út í Parísarborg
tímarit á ensku, sem er stafað eingöngu eftir framburði.
Hjá engri þjóð er rjettritunin jafnfjarlæg framburði
eins og bjá Englendingum, og skoða þeir það sein eitt
bið mesta þjóðarmein. Yæri enskan stafsett eftir fram-
burði, væri bún sjálfkjörin til að vera alheimsmál. Enn
nú verður eigi að eius allur æskulíðurinn, heldur og
fuilorðnir menn og grábærðir öldungar að sveitast við
að læra að stafa rjett eftir þessari flóknu rjettritun.
Að vísu eru Bretar fastheldnir við gamla siðu, enn bins
vegar veit enginn betur enn þeir, að «tíminn er pen-
ingar», og þess vegna virðist mega telja það víst, að
ekki muni langt um líða, áður þeir færi stafsetning
sína nær framburði, til þess að spara nokkuð af þeim
dírmæta tíma, sem hjá þeim befur gengið i að læra
að lesa og stafsetja. það hafa líka margir ágætir ensk-
ir menn og Ameríkumenn, sem eiga ensku firir móður-
mál, orðið til þess að mæla fram með breitingu í þessa
átt, og má þar telja fremsta Englendingana A. J. Ellis
og Henry Sweet, og Ameríkumanninn W. D. Whitney,
einhverja bina ágætustu málfræðinga vorra tíma. Sweet
segir, að flestallir, sem vit bafi á, játi, að það sje al-
veg nauðsinlegt að laga og umbæta enska rjettritun,.
og sjeu á því máli eigi að eius flestir reindir og dug-
andi kennarar, beldur einnig allur þorri lærðra málfræð-
inga, enn bitt sjeu menn ekki ásáttir um, bverja staf-
setning helst eigi að velja'. Sjálfur vill hann, eins og
Iíonráð Gíslason, gera framburðinn að einkareglu staf-
setningarinnar, enn ímsir aðrir vilja ekki fara svolangt
1) H. Sweet: A Handbook of Phonetics, 169. bls.