Tímarit um uppeldi og menntamál - 01.01.1889, Blaðsíða 20
20
an r (sbr. d. vred). Ef menn vilja vera sjálfum sjer
samkvæmir, ættu menn þá líka að skrifa orðið faðir
með p fyrir f og t fyrir ö, því að hið indoeuropeiska frum-
mál hefur hjer p, þar sem vjer höfum /, og t, þar sem
vjer höfum ð (sbr. lat. pater, gr. Traxrjp). Ætli það
færi þá ekki að verða erlitt að læra rjettritun?
Aftur rnunu aðrir segja, að ef //-unum sje slept,
verði eríiðara ' firir oss að skilja rit feðra vorra. Jeg
firir mitt leiti er ekki hræddur um það. Pað verður
auðvitað að kenna börnum eins eptir sem áður að
þekkja y og ý og segja þeim, að þessir stafir hafi verið
brúkaðir áður og haft annan framburð enn nú, enn að
þeir sjeu nú alstaðar lesnir sem i og í. ætti þó
auðvitað ekki að kenna þeim fir enn þau eru orðin fuli-
læs, til þess að rugla þau ekki. Ef þau svo væri iátin
lesa í einhverri fornsögu eina eða t-vær stundir, mundi
þeim fljótt iærast að láta ekki y-in iipa firir sjer iest-
ur eða skilning.
Sumir munu segja, að íms orð, sem nú eru greind
sundur í riti, mundu verða eins skrifuð, ef alstaðar
væri skrifað i firir y og í firir ý, og að það mundi valda
ruglingi. Hið firra er satt. Ef /y-unum er slept, verð-
ur t. d. sögnin lýta (af Ijótur) skrifuð eins og sögnin
líta, sjá, í mörgum mindum, það verður enginn mun-
ur á skýr og slár, þýður og þíður, o. s. frv. Enn
þetta mundi ekki valda neinum ruglingi í riti fremur
enn í ræðu. Sambandið mundi sína, hverja þíðing orðið
liefði. fað eru mörg orð, sem eru alveg eins skrifuð í
liinni núverandi rjettritun og eiga þó ekkert skilt hvort
við annað. Sagnirnar að ríða, equitare, og ríða, nec-
tere, eru ekki skildar og þíða sitt livað, enu eru skrif-
aðar alveg eins í öllum mindum, og þó ruglar enginn
þeim saman; reið getur verið þátíð af ríða (equit-
are) og af ríða (nectere), nefnifall og þolfall af reið,