Tímarit um uppeldi og menntamál - 01.01.1889, Blaðsíða 96
unga kynslóð má eigi fá pá hugmynd að ómögulegt sje
að hæta vandræði vor; hafi hún pá hugmynd, pá mun
hún, pegar henni vex fiskur um hrygg, sjá hörmungarn-
ar, sem leiða aí' pví að vera allra eptirbátur og ilýja
landið. Um leið og vesöldin og vankunnáttan er út-
listuð fyrir hinum unga manni, sem land hans og pjóð
er í, mun vakna hjá honurn von um viðreisn pess,
hann verður að pekkja orsakirnar til eymdarinnar um
leið og honuiri er bent á takmark, er stefna megi að til
viðreisnar, og petta takmark er dugnaðgr altnennings í
að nota auðsuppsprettur landsins, dugnaður til að afla
peirra hluta, sem geta haíið oss upp úr vesöldinni.
Urn byggingu járnbrauta og gufuvagna ætti að kenna
börnum, og um pær ' ákaflegu framfarir í samgöngum
og viðskiptum manna, sem pær hafa komið til leiðar,
hvernig hægt er að flytja eptir peim ógurlega mikinn
fluthing á mjög stuttum tíma og pá afarmiklu pýðingu,
sem pær hafa fyrir iðnað, verzlun og menningu. Sá
kennari, sem vill kynna sjer sem mest um járnbrautir
ætti að fá sjer: «Smile’s: Life of George Stephenson».
Kennarinn ætti líka að koma börnum í skilning um
pýðingu póstferðanna, hið margtvinnaða samband peirra
og ílýti: sýna hvaða pýðingu frímerkin hafa, o. s. írv.
Vjer erum svo óheppnir, að vjer getum eigi sýnt
börnum vorum, livernig frjettapráðsstengurnar standa
með vegum fram, og livernig vírinn er spenntur milli
peirra; vjer erum svo langt á eptir. Samt sem áður
megum vjer til að gera skiljanlega liina miklu pýðingu
peirra. Að vísu geta börn á fyrstu stigum proska og
pekkingar eigi skilið útskýringu frjettapráðsins til hlít-
ar, slíkt verður að geymast til peirra tíma, er pau lesa
eðlisfræðiságrip; en hið einfaldasta honum viðvíkjandi
geta börn skilið, og að menn senda tíðindi og orðsend-
ingar með honum heimsenda á milli á örstuttum tíma.